lau 04.feb 2023
[email protected]
England: Fyrrum Burnley menn hetjur í frábærum sigri Everton
Everton 1 - 0 Arsenal 1-0 James Tarkowski ('60 )
Það var algjör draumabyrjun hjá Sean Dyche í stjóratíð sinni hjá Everton í dag en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Arsenal. Everton var með yfirhöndina nánast allan leikinn en Dominic Calvert-Lewin var nálægt því að koma liðinu yfir í fyrri hálfleik en honum tókst ekki að setja stóru tánna í boltann. Abdoulaye Doucoure hefði síðan átt að gera betur þegar hann átti slakan skalla úr dauðafæri. Ekkert mark var því skorað í fyrri hálfleik. Eftir klukkutíma leik tókst hins vegar James Tarkowski að brjóta ísinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Dwight McNeil, báðir fyrrum leikmenn Burnley undir stjórn Dyche. Arsenal menn fundu sig enganvegin í dag og fleiri mörk urðu ekki skoruð, frábær byrjun á ferli Dyche hjá Everton. Manchester City hefur nú tækifæri til að minnka forskot Arsenal á toppnum niður í tvö stig með sigri á Tottenham á morgun.
|