lau 04.feb 2023
Caicedo á bekknum - „Það er ekkert vandamál"

Moises Caicedo leikmaður Brighton vildi fara frá félaginu í janúar en það var áhugi meðal annars frá Arsenal. Hann er hins vegar áfram í herbúðum félagsins þar sem félagið vildi ekki selja hann.



Roberto de Zerbi stjóri Brighton segir að Caicedo sé svekktur yfir niðurstöðunni en hann sé nú einbeittur á Brighton.

Hann byrjar á bekknum þegar liðið mætir Bournemouth.

„Það er ekkert vandamál með hann, hann missti af nokkrum æfingum í vikunni svo ég held að það sé betra að hann byrji á bekknum í dag. Það er ekkert vandamál, ef við þurfum á honum að halda í leiknum er ég viss um að hann geti skilað góðu dagsverki," sagði De Zerbi.

Brighton vann Liverpool í bikarnum í vikunni en De Zerbi telur að leikur dagsins sé erfiðari.

„Því við verðum að vinna fyrir fólkið, Brighton er líklegra liðið og við verðum að vera einbeittir. Leikmennirnir eru góðir og snjallir, þeir vita að þetta verður erfitt," sagði De Zerbi.