lau 04.feb 2023
Championship: Jói Berg lagði upp í níunda sigrinum í röð

Burnley er á svakalegu flugi í Championship deildinni en liðið vann níunda leik sinn í röð í deildinni í dag.Jóhann Berg Guðmundsson skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum en hann var í byrjunarliðinu í dag.

Burnley var einu marki yfir í hálfleik en Vitinho tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann skallaði fyrirgjöf frá Jóhanni Berg í netið.

Hjalmar Ekdal gulltryggði 3-0 sigur Burnley stuttu síðar.

Burnley er með sjö stiga forystu á Sheffield United á toppi deildarinnar en Sheffield missteig sig á sama tíma þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Rotherham.

Norwich 0 - 3 Burnley
0-1 Anass Zaroury ('8 )
0-2 Vitinho ('54 )
0-3 Hjalmar Ekdal ('60 )

Rotherham 0 - 0 Sheffield Utd