lau 04.feb 2023
[email protected]
Þýskaland: Haller skoraði sitt fyrsta mark eftir veikindin
Sebastian Haller er maður dagsins í þýska boltanum en hann skoraði í stórsigri Dortmund gegn Freiburg.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Freiburg missti mann af velli eftir aðeins 17. mínútna leik þegar Kiliann Sildillia fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir strax í upphafi síðari hálfleik og þá var komið að Haller. Hann skallaði fyrirgjöf eftir hornspyrnu frá Raphael Guerreiro í netið aðeins nokkrum mínútum síðar. Markið hjá Haller má sjá hér Þetta er fyrsta mark hans í mótsleik eftir að hann kom til baka eftir veikindi en hann hefur tekið þátt í undanförnum leikjum. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í dag síðan hann snéri aftur þann 10. janúar. Dortmund bætti tveimur mörkum við áður en leiknum lauk en Guerreiro lagði bæði upp. Union Berlin er á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz. Bayern á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun. Úrslit dagsins Borussia D. 5 - 1 Freiburg 1-0 Nico Schlotterbeck ('25 ) 1-1 Lucas Holer ('45 ) 2-1 Karim Adeyemi ('48 ) 3-1 Sebastien Haller ('51 ) 4-1 Julian Brandt ('69 ) 5-1 Giovanni Reyna ('82 ) Rautt spjald: Kiliann Sildillia, Freiburg ('17) Union Berlin 2 - 1 Mainz 1-0 Kevin Behrens ('32 ) 1-1 Marcus Ingvartsen ('78 , víti) 2-1 Jordan Siebatcheu ('84 ) Koln 0 - 0 RB Leipzig
Eintracht Frankfurt 3 - 0 Hertha 1-0 Randal Kolo Muani ('21 , víti) 2-0 Randal Kolo Muani ('28 ) 3-0 Aurelio Buta ('90 ) Bochum 5 - 2 Hoffenheim 1-0 Philipp Hofmann ('22 ) 2-0 Philipp Forster ('30 ) 3-0 Takuma Asano ('40 ) 3-1 Christoph Baumgartner ('49 ) 4-1 Erhan Masovic ('69 ) 4-2 Munas Dabbur ('77 ) 5-2 Moritz Broschinski ('83 )
|