lau 04.feb 2023
Byrjunarlið Newcastle og West Ham: Saint-Maximin leysir Guimaraes af hólmi

Það er búið að vera nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag.



Síðasti leikur dagsins er milli Newcastle og West Ham á St James' Park. Það er ein breyting á liði Newcastle sem vann 2-1 sigur á Southampton í síðustu umferð.

Bruno Guimaraes tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn útaf og Allan Saint Maximin kemur inn á í hans stað.

Það er einnig ein breyting á liði West Ham sem vann Everton í síðasta deildarleik. Thilo Kehrer kemur inn í stað Kurt Zouma.

Newcastle: Pope; Trippier, Schar, Botman, Burn; Joelinton, Longstaff, Willock; Almiron, Wilson, Saint-Maximin.

West Ham: Fabianski; Kehrer, Ogbonna, Aguerd; Coufal, Rice, Paqueta, Emerson; Bowen, Antonio, Benrahma.