lau 04.feb 2023
Casemiro á leið í þriggja leikja bann - Tók Hughes hálstaki

Casemiro miðjumaður Manchester United var að næla sér í rautt spjald gegn Crystal Palace og er á leið í þriggja leikja bann.



United er 2-1 yfir þegar þetta er skrifað en í stöðunni 2-0 varð hasar milli leikmanna beggja liða og Casemiro tók Will Hughes hálstaki.

Dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR og ákvað að gefa Casemiro rauða spjaldið.

Þetta er í annað sinn á stuttum ferli hjá United sem Casemiro er að fara í bann en hann hefur þegar tekið út eins leiks bann fyrir of mörg gul spjöld. Hann er á leið í bann í tveimur leikjum gegn Leeds og svo gegn Leicester.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.