lau 04.feb 2023
Kjarnafæðismótið: Magni endar á sigri

Magni 3 - 2 KFA
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('24)
2-0 Adam Örn Guðmundsson ('45)
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('75)
3-1 Breki Hólm Baldursson ('82)
3-2 Marteinn Már Sverrisson ('90)Magni lýkur Kjarnafæðismótinu á sigri gegn KFA er liðin mættust á PCC vellinnum á Húsavík.

Magni endar í öðru sæti riðils 2 í A-deildinni með sjö stig úr fjórum umferðum, þremur stigum eftir toppliði Þórs. Hefði Magni ekki tapað fyrir KF í fyrstu umferð mótsins væru Grenvíkingar jafnir Þór að stigum á toppi riðilsins.

Magni var við stjórn í dag og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Marteinn Már Sverrisson reyndi að bjarga sínum mönnum en tvenna frá honum dugði ekki, lokatölur urðu 3-2.

KFA endar með þrjú stig eftir sigur gegn KF og þrjú töp.