lau 04.feb 2023
England: Wolves valtaði yfir lánlausa Liverpool menn - United lagði Palace
Ruben Neves skoraði fyrir Wolves

Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag en fimm leikjum er ný lokið.Manchester United fékk Crystal Palace í heimsókn á Old Trafford en Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu.

Marcus Rashford bætti öðru markinu við eftir rúmlega klukkutíma leik.

Casemiro lét síðan reka sig af velli tæpum tíu mínútum síðar og þurfti United því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks.

Manni fleiri tókst Palace að minnka muninn en þar var að verki Jeffrey Schlupp. Nær komust Palace menn ekki og sigur United staðreynd.

Það gengur ekkert hjá Liverpool þessa dagana en liðið steinlá á Moulineaux gegn heimamönnum í Wolves. Liverpool sá ekki til sólar í fyrri hálfleik en Joel Matip skoraði sjálfsmark eftir sjö mínútna leik og Craig Dawson bætti öðru markinu við stuttu síðar í sínum fyrsta leik.

Liverpool menn komu mun sterkari inn í síðari hálfleikinn en eftir einstefnu að marki Wolves komust þeir í hraða skyndisókn, Joao Moutinho átti sendingu fram á Adama Traore, hann sendi boltann fyrir á Ruben Neves sem gulltryggði sigur Wolves.

Aston Villa og Leicester áttust við í ótrúlegum leik á VIlla Park. Staðan var 3-2 fyrir gestina í hálfleik en Tete kom liðinu yfir í uppbótartíma eftir að Kelechi Iheanacho hafði jafnað metin nokkrum mínútum áður.

Coutinho kom boltanum í netið eftir rúmlega 70 mínútna leik en markið var dæmt af. Dennis Praet refsaði stuttu síðar og gulltryggði 4-2 sigur Leicester.

Aston Villa 2 - 4 Leicester City
1-0 Ollie Watkins ('9 )
1-1 James Maddison ('12 )
2-1 Harry Souttar ('32 , sjálfsmark)
2-2 Kelechi Iheanacho ('41 )
2-3 Tete ('45 )
2-4 Dennis Praet ('79 )

Brentford 3 - 0 Southampton
1-0 Ben Mee ('41 )
2-0 Bryan Mbeumo ('44 )
3-0 Mathias Jensen ('80 )

Brighton 1 - 0 Bournemouth
1-0 Kaoru Mitoma ('87 )

Manchester Utd 2 - 1 Crystal Palace
1-0 Bruno Fernandes ('7 , víti)
2-0 Marcus Rashford ('62 )
2-1 Jeffrey Schlupp ('76 )
Rautt spjald: Casemiro, Manchester Utd ('70)

Wolves 3 - 0 Liverpool
1-0 Joel Matip ('5 , sjálfsmark)
2-0 Craig Dawson ('12 )
3-0 Ruben Neves ('71 )