lau 04.feb 2023
Í fyrsta skipti sem Casemiro fær beint rautt

Casemiro fékk beint rautt spjald í 2-1 sigri Manchester United gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.Casemiro fékk að líta rauða spjaldið fyrir að taka andstæðing sinn kverkataki í áflogum á milli leikmanna, en þetta er í fyrsta sinn sem hann fær beint rautt spjald á ferlinum.

Brasilíski miðjumaðurinn hefur spilað yfir 600 keppnisleiki á ferlinum. Það er athyglisvert að varnarsinnaður leikmaður sem sérhæfir sig meðal annars í tæklingum hafi aldrei áður séð beint rautt spjald.

Casemiro hefur nokkrum sinnum verið dæmdur í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda og þá hefur hann aðeins tvisvar sinnum áður verið rekinn útaf. Í bæði skiptin fékk hann tvö gul í deildarleik með Real Madrid, tímabilin 2018-19 og 2020-21.

Sjá einnig:
Casemiro á leið í þriggja leikja bann - Tók Hughes hálstaki