lau 04.feb 2023
[email protected]
Sjáðu þrefalda vörslu Vicario og ótrúlegt klúður Abraham
 |
Abraham er búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í 28 leikjum á tímabilinu. |
Roma tók á móti Empoli í ítalska boltanum í dag og hafði betur, 2-0, þökk sé mörkum sem voru skoruð á fyrstu sex mínútum leiksins.
Paulo Dybala átti báðar stoðsendingarnar en þær komu úr flottum hornspyrnum sem Empoli réði engan veginn við og voru næstum fleiri mörk sprottin úr hornspyrnum. Heimamenn í Róm hefðu getað bætt nokkrum mörkum við og þá sérstaklega Tammy Abraham sem komst grátlega nálægt því eftir að hafa skorað á sjöttu mínútu. Guglielmo Vicario átti frábæran leik á milli stanga Empoli og átti þá sérstaklega þrefalda markvörslu sem hefur vakið mikla athygli. Þar sést í lokin þegar Abraham klúðrar ótrúlegu skallafæri. Gestirnir frá Empólí fengu einnig sín færi en tókst ekki að skora. Sjáðu ótrúlegt klúður Tammy Abraham
|