lau 04.feb 2023
Sjáðu atvikið: Zinchenko slapp við rautt spjald

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Everton í dag.



Undir lok leiksins voru leikmenn Arsenal pirraðir og lét Oleksandr Zinchenko að fjúka í sig þegar Neal Maupay, sóknarmaður Brighton, sparkaði til hans í pressu í uppbótartíma.

Það varð til þess að Zinchenko missti algjörlega haus. Í stað þess að leita að jöfnunarmarkinu óð hann í Maupay og úr varð mikill sirkús.

Atvikið er hægt að sjá hér fyrir neðan og Zinchenko í raun heppinn að fá ekki rautt spjald. 

Sjáðu átökin