lau 04.feb 2023
Hákon og Andri með mörk í Íslendingaslögum
Mynd: Guðmundur Svansson

Mynd: Norrköping

Hákon Arnar Haraldsson skoraði síðasta markið í 4-1 sigri FC Kaupmannahafnar gegn Elfsborg í Atlantic Cup æfingamótinu í dag.Hákon Rafn Valdimarsson byrjaði á milli stanganna hjá Elfsborg og átti fínan fyrri hálfleik en Elfsborg skipti um markvörð í leikhlé, í stöðunni 1-0 fyrir Kaupmannahöfn eftir mark frá Andreas Cornelius.

Elfsborg jafnaði snemma í síðari hálfleik en eftir það átti Kaupmannahöfn eftir að skora úr öllum marktilraunum sínum sem hæfðu rammann og urðu lokatölur 4-1. Diogo Goncalves skoraði tvö áður en Hákon Arnar kláraði dæmið.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn í leikhlé í liði Elfsborg og fékk Ísak Bergmann Jóhannesson síðustu tíu mínúturnar hjá FCK. Ísaki var skipt inn fyrir æskuvin sinn Hákon Arnar.

Kaupmannahöfn 4 - 1 Elfsborg
1-0 Andreas Cornelius ('42)
1-1 J. Okkels ('53)
2-1 Diogo Goncalves ('61)
3-1 Diogo Goncalves ('72, víti)
4-1 Hákon Arnar Haraldsson ('79)

Andri Lucas Guðjohnsen kom þá inn af bekknum og skoraði tvennu í 2-3 tapi Norrköping gegn Silkeborg í æfingaleik.

Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði Norrköping, með Ara Frey Skúlason og Oliver Stefánsson á bekknum á meðan Stefán Teitur Þórðarson byrjaði í liði Silkeborg.

Það voru nokkrir aðrir Íslendingar sem komu við sögu í æfingaleikjum dagsins í karlaflokki og má sjá helstu úrslit dagsins hér fyrir neðan.

Norrköping 2 - 3 Silkeborg
0-1 T. Adamsen ('14)
1-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('62)
1-2 S. Jörgensen ('69)
1-3 S. Tengstedt ('81)
2-3 Andri Lucas Guðjohnsen ('83)

Varnamo 2 - 0 Trelleborg

Hammarby 3 - 5 Brann

SönderjyskE 0 - 2 Landskrona

Öster 2 - 1 Skovde AIK

Brage 1 - 1 Örebro

GAIS 2 - 1 Varberg