lau 04.feb 2023
Ítalía: Fyrsta tap Atalanta á nýju ári
Annar sigur Sassuolo í röð eftir stórsigur á útivelli gegn AC Milan í síðustu umferð.

Sassuolo 1 - 0 Atalanta
1-0 Armand Lauriente ('55)
Rautt spjald: Joakim Mæhle, Atalanta ('30)
Rautt spjald: Luis Muriel, Atalanta ('97)Sassuolo tókst að binda enda á gott gengi Atalanta á nýju ári þegar liðin mættust í dag. Leikurinn litaðist mikið af rauðu spjaldi sem danski vængbakvörðurinn Joakim Mæhle hlaut eftir hálftímaleik.

Mæhle var seinn í tæklingu og missti af boltanum en tókst ekki að halda tökkunum við jörðina og fékk því að líta beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu.

Sassuolo var betra liðið fyrir og eftir rauða spjaldið og verðskuldaði að taka forystuna með laglegu marki Armand Laurienté á 55. mínútu.

Atalanta sýndi hugrekki og reyndi að sækja sér jafntefli en tilraunirnar voru máttlausar gegn ellefu andstæðingum. 

Þetta reyndist fyrsta tap Atalanta á nýju ári og er liðið áfram í sjötta sæti, þó aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

Sassuolo var hins vegar að sækja sér annan óvænta sigurinn í röð og sigla þeir rauðgrænu lygnan sjó í neðri hlutanum með 23 stig eftir 21 leik.