sun 05.feb 2023
[email protected]
England í dag - Man City getur minnkað bilið niður í tvö stig
Það eru tveir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er einn stórleikur þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City.
Í þeirri viðureign verður ekkert gefið eftir þar sem lærisveinar Antonio Conte þurfa að smala stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti á meðan lærisveinar Pep Guardiola geta minnkað bilið á milli sín og toppliðs Arsenal niður í tvö stig. Arsenal tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Everton í hádeginu í gær og því tilvalið tækifæri fyrir Erling Haaland og félaga til að brúa bilið. Fimm stig skilja Arsenal og Man City að eins og staðan er í dag og eru liðin búin að spila jafn marga leiki. Fyrri leikur dagsins er á milli Nottingham Forest og Leeds United sem takast á í fallbaráttunni. Forest er þar þremur stigum fyrir ofan Leeds, en lærisveinar Jesse Marsch eiga leik til góða. Leikir dagsins: 14:00 Nott. Forest - Leeds 16:30 Tottenham - Man City
|