sun 05.feb 2023
Þýskaland í dag - Bayern þarf sigur

Það eru tveir leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag þar sem margfaldir Þýskalandsmeistarar FC Bayern þurfa sigur til að endurheimta toppsæti deildarinnar.Bayern er í öðru sæti eftir þrjú jafntefli í röð, tveimur stigum eftir spútnik liði Union Berlin en með leik til góða.

Viðureign dagsins verður þó alls ekki auðveld þar sem Bayern heimsækir spennandi lið Wolfsburg, sem er í baráttu um Evrópusæti.

Fyrri leikur dagsins fer fram í Stuttgart þar sem heimamenn taka á móti Werder Bremen. Stuttgart þarf sigur í fallbaráttunni, enda er liðið þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Bremen siglir lygnan sjó um miðja deild, með 24 stig eftir 18 umferðir.

Leikir dagsins:
14:30 Stuttgart - Werder Bremen
16:30 Wolfsburg - FC Bayern