sun 05.feb 2023
[email protected]
Guðbjörn Smári til Ólafsvíkur (Staðfest)
 |
Guðbjörn Smári í leik með Hvíta riddaranum. |
Guðbjörn Smári Birgisson er orðinn nýr leikmaður Víkings á Ólafsvík eftir að hafa skorað 6 mörk í 18 leikjum með Hvíta riddaranum í 4. deildinni í fyrra.
Guðbjörn Smári er 24 ára Mosfellingur sem hefur aldrei fengið að spila keppnisleik fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið lykilmaður í liði Hvíta riddarans en nú prófar hann að taka næsta skref. Víkingur Ó. leikur í 2. deildinni og því mun Guðbjörn Smári stökkva upp um tvær deildir með skiptunum. Hann hefur spilað með Víkingi Ó. á undirbúningstímabilinu og tókst að hrífa þjálfarateymið sem ákvað að krækja í hann. „Við viljum bjóða hann velkominn og væntumst mikils af honum í sumar," segir meðal annars í tilkynningu frá Ólsurum.
|