þri 07.feb 2023
Framboðsfrestur í stjórn KSÍ að renna út

77. ársþing KSÍ verður haldið á Ísafirði 25. febrúar og hafa umsækjendur sem vilja sæti í stjórn sambandsins fjóra daga til að senda inn umsóknir þar til lokað verður fyrir þær á laugardaginn.



Í tilkynningu frá KSÍ er þó tekið fram að kjörnefnd sambandsins sé heimilt að samþykkja framboð sem skilað er inn eftir að umsóknarfresturinn rennur út.

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt.

Kosningar í stjórn á 77. ársþingi KSÍ.