mið 08.feb 2023
[email protected]
Postecoglou orðaður við stjórastarf Leeds
 |
Ange Postecoglou. |
Ange Postecoglou, stjóri Celtic, er nýjasta nafnið sem er orðað við stjórastöðuna hjá Leeds United. Undir hans stjórn varð Celtic skoskur meistari á síðasta tímabili.
Auk þess hefur hann unnið landstitla í Ástralíu og Japan. Sjálfur fæddist hann í Grikklandi en fluttist til Ástralíu þegar hann var fimm ára.
Leeds er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var rekinn í vikunni.
Samkvæmt Oddschecker veðbankanum eru þessir líklegastir þegar kemur að stjórastólnum hjá Leeds:
Andoni Iraola, stjóri Rayo Vallecano.
Arne Slot, stjóri Feyenoord.
Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóri Southampton.
Marcelo Gallardo, fyrrum stjóri River Plate.
|