mið 08.feb 2023
Postecoglou orðaður við stjórastarf Leeds
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou, stjóri Celtic, er nýjasta nafnið sem er orðað við stjórastöðuna hjá Leeds United. Undir hans stjórn varð Celtic skoskur meistari á síðasta tímabili.

Auk þess hefur hann unnið landstitla í Ástralíu og Japan. Sjálfur fæddist hann í Grikklandi en fluttist til Ástralíu þegar hann var fimm ára.

Leeds er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var rekinn í vikunni.

Samkvæmt Oddschecker veðbankanum eru þessir líklegastir þegar kemur að stjórastólnum hjá Leeds:

Andoni Iraola, stjóri Rayo Vallecano.
Arne Slot, stjóri Feyenoord.
Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóri Southampton.
Marcelo Gallardo, fyrrum stjóri River Plate.