mið 08.feb 2023
[email protected]
Stórir breskir fjölmiðlar fjalla um mál Gylfa í dag - Enginn tímarammi
 |
Gylfi á leik á EM kvenna síðasta sumar. |
Stórir breskir fjölmiðlar á borð við The Athletic, Sun og Mirror fjalla í dag um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester í meira en eitt og hálft ár.
Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn í málinu er nú loks lokið en það er núna í höndum saksóknara hvort verði ákært.
Gylfi er áfram ekki nafngreindur í breskum fjölmiðlum en augljóst er að fjallað sé um hans mál í dag. Gylfi verður nafngreindur fyrst þar í landi ef hann verður ákærður.
Það er vitnað í yfirlýsingu frá saksóknara krúnunnar sem er núna með málið á borði sínu. Eins og Fréttablaðið fjallaði um á dögunum þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi ásakaður um ítrekuð brot en í yfirlýsingu frá saksóknara þá segir að verið sé að vega og meta það hvort sönnunargögnin standist ákveðna staðla til þess að taka málið fyrir rétt.
„Það er engin tímarammi á þessari ákvörðun," segir í grein The Athletic en það er því alveg óvíst hvenær ákvörðun verður tekin með ákæru. Öll þau sem koma að þessu máli þurfa því áfram að bíða í óvissu með hver niðurstaðan verður.
|