fös 17.mar 2023
[email protected]
Potter: Ætlum að vinna 'fokking' Meistaradeildina
Graham Potter stjóri Chelsea steig á svið á samkomu hjá félaginu í gær og var spurður að því hvort hann væri með skilaboð til stuðningsmanna.
„Fyrst vil ég þakka þeim fyrir því þeir hafa verið mjög sanngjarnir í okkar garð. Þeir hafa staðið með liðinu og stuðningurinn verið ótrúlegur. Við þurfum á þeim að halda á laugardaginn, við ætlum að vinna Everton. Svo sjáum við dráttinn, við ætlum að reyna að vinna fokking Meistaradeildina!"
Það hefur verið vel tekið í þessi beinskeyttu ummæli Potter meðal stuðningsmanna Chelsea. Liðið hefur verið að ná betri úrslitum að undanförnu, eftir erfiða mánuði undir stjórn Potter.
Chelsea er í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar, eftir nokkrar mínútur þegar þetta er skrifað.
|