fös 17.mar 2023
Sindri fór með Dr. Phil hárgreiðslu í æfingaferð
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Leiknir úr Breiðholti fór í morgun í æfingaferð þar sem liðið mun pússa sig saman fyrir tímabilið sem er framundan.

Það er óhætt að segja að Sindri Björnsson, miðjumaður liðsins, sé að vinna með áhugaverða greiðslu í ferðinni en hann birti myndband áðan á Twitter þar sem má sjá nýju greiðsluna.

Segja má að Sindri sé núna að vinna með sömu hárgreiðslu og sjónvarps sálfræðingurinn Dr. Phil.

Sindri þurfti að fá sér þessa klippingu eftir að hafa tapað í sláarkeppni daginn fyrir brottför, eða það segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður liðsins.

„Dýrt að tapa sláarkeppni daginn fyrir ferð," skrifar Hjalti Sigurðsson, liðsfélagi Sindra, við myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.