fös 17.mar 2023
Solly March framlengir við Brighton til 2026
Enski leikmaðurinn Solly March verður hjá Brighton til að minnsta kosti 2026 en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.

March, sem er 28 ára gamall, er meðal reyndustu leikmönnum liðsins en hann kom til félagsins frá Lewes árið 2011.

Englendingurinn er að eiga sitt besta tímabil til þessa en hann er með 7 mörk í ensku úrvalsdeildinni og verið með bestu leikmönnum liðsins.

Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu þriggja ára. Brighton á þá möguleika á að bæta aukaári við samninginn.

Brighton er í harðri baráttu um Evrópusæti á þessari leiktíð en það er aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti í augnablikinu.