fös 17.mar 2023
[email protected]
Lengjubikarinn: Ýmir í undanúrslit
 |
Ýmir er komið í undanúrslit. Liðið vann C-deildina í fyrra og stefnir nú að því að vinna B-deildina |
Ýmir er komið í undanúrslit í B-deild Lengjubikarsins. Liðið tryggði sæti sitt með því að vinna Kára, 5-1, í Akraneshöllinni í kvöld.
Eiður Gauti Sæbjörnsson reimaði á sig markaskóna og gerði þrjú mörk í sigrinum á Kára. Arian Ari Morina skoraði þá eitt fyrir Ými og þá var eitt skráð sem sjálfsmark.
Ýmir vann C-deild Lengjubikarsins á síðasta ári og nú er stefnan að taka B-deildina en liðið er komið í undanúrslit þegar það á einn leik eftir í riðlinum. Ýmir er með 12 stig í efsta sætinu.
KFG vann Augnablik, 2-1, í riðli 3 í B-deildinni. Sigur Atli Guðmundsson skoraði tvö fyrir KFG sem er í öðru sæti í riðlinum en ÍR er þegar búið að tryggja sér efsta sætið í þeim riðli.
Í C-deildinni unnu Uppveitir 6-2 sigur á KB. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson skoraði tvö fyrir Uppsveitir í leiknum en þetta var fyrsti sigur liðsins í riðli 1.
KH vann 5-1 sigur á Herði frá Ísafirði í riðli 2. KH er á toppnum með 6 stig.
Í riðli 3 tókst svo Létti að vinna 2-0 sigur á Berserkjum/Mídasi. Léttir er í efsta sæti riðilsins með 6 stig. KFR og GG geta enn stolið toppsæti riðilsins þar sem Léttir er búið að spila alla leiki sína.
Úrslit og markaskorarar: B-deild: Riðill 1: Kári 1 - 5 Ýmir 0-1 Arnar Már Kárason ('19 , Sjálfsmark)
0-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('23 )
1-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('37 )
1-3 Arian Ari Morina ('61 )
1-4 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('67 )
1-5 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('76 )
Riðill 3: Augnablik 1 - 2 KFG 0-1 Sigurður Atli Guðmundsson ('20 )
0-2 Sigurður Atli Guðmundsson ('31 )
1-2 Þorbergur Úlfarsson ('35 )
Rautt spjald: Brynjar Óli Bjarnason , Augnablik ('90)
C-deild: Riðill 1: KB 2 - 6 Uppsveitir 0-1 Tómas Stitelmann ('11 )
0-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('23 )
1-2 Sævin Alexander Símonarson ('36 )
1-3 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('57 )
1-4 Pétur Geir Ómarsson ('75 )
1-5 Máni Snær Benediktsson ('81 )
2-5 Praveen Gurung ('85 , Mark úr víti)
2-6 Sólmundur Magnús Sigurðarson ('90 )
Rautt spjald: Goði Hólmar Gíslason , KB ('69)
Riðill 2: KH 5 - 1 Hörður Í. 1-0 Benedikt Jóel Elvarsson ('20 )
2-0 Magnús Ólíver Axelsson ('28 )
3-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('54 )
3-1 Arnar Rafnsson ('63 )
4-1 Danny Tobar Valencia ('84 )
5-1 Þórólfur Ragnarsson ('90 , Mark úr víti)
Riðill 3: Berserkir/Mídas 0 - 2 Léttir 0-1 Sigurður Tómas Jónsson ('13 )
0-2 Kristófer Davíð Traustason ('72 )
|