lau 18.mar 2023
Robin Gosens útskrifaður með BA í sálfræði
Robin Gosens
Þýski landsliðsmaðurinn Robin Gosens útskrifaðist á dögunum með BA í sálfræði en hann greinir frá þessu á LinkedIN.

Gosens er 28 ára gamall og hefur síðustu ár verið í sálfræðinámi samhliða því að spila atvinnumannafótbolta.

Hann er í dag á mála hjá ítalska félaginu Inter og fastamaður í þýska landsliðshópnum.

Þjóðverjinn starfaði áður sem lögregla áður en hann sneri sér alfarið að fótbolta.

Á dögunum útskrifaðist Gosens úr nokkurra ára löngu sálfræðinámi og er því kominn með BA-gráðu í faginu. Markmið hans er núna að snúa sér að íþróttasálfræði.