fim 15.júl 2010
Evrópudeildin: Breiđablik tapađi naumlega gegn Motherwell
Motherwell 1 - 0 Breiđablik
1-0 Ross Forbes ('63)

Breiđablik tapađi 1-0 gegn Moterwell í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liđanna í annarri umferđ Evrópudeildarinnar.

Ross Forbes skorađi eina markiđ á 63.mínútu leiksins. Hann átti ţá hornspyrnu sem var skölluđ í burtu en Forbes gerđi sér ţá lítiđ fyrir og skrúfađi boltann í markhorniđ.

John Sutton, Jamie Murphy og Ross Forbes fengu allir fćri til ađ bćta viđ mörkum fyrir heimamenn.

Blikar ógnuđu líka nokkrum sinnum og Kristinn Steindórsson fékk fínt fćri auk ţess sem Guđmundur Pétursson gerđi sig líklegan.

Síđari leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í nćstu viku og Blikar ćttu ađ eiga ágćtis möguleika á ađ komast áfram.