Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mið 02. október 2013 16:30
Fótbolti.net
Dómari ársins: Maður var snarvitlaus
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Garðar Örn Hinriksson er besti dómari Pepsi-deildarinnar 2013 að mati Fótbolta.net. Rauði baróninn, eins og Garðar er oft kallaður, átti mjög gott sumar í dómgæslunni.

„Þetta gekk rosalega vel í sumar. Yfir höfuð fannst mér dómgæslan góð," segir Garðar Örn sem viðurkennir að horfa á Pepsi-mörkin þegar upp koma vafasöm atvik í leikjum sem hann dæmir.

Garðar er einn af okkar reyndustu dómurum og segist vera öðruvísi dómari í dag en þegar hann var að byrja í bransanum. Hann þótti spjaldaglaður á árum áður.

„Maður var snarvitlaus þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur róast með árunum og ég held að ég sé betri dómari en þegar ég var að byrja. Það er auðveldara að dæma þegar reynslan er komin."

Þetta er góð vika fyrir Garðar en í gær eignaðist hann son. Verður strákurinn dómari þegar hann verður stór?

„Ég ætla rétt að vona ekki. Hann kemur náttúrulega til með að ráða því sjálfur. Ef hann tekur það spor þá mun ég styðja hann í því alla leið," segir Garðar léttur í bragði.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner