Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2011 11:30
Elvar Geir Magnússon
Dómari ársins - Erlendur Eiríksson
,,Hefur skapað sér virðingu meðal leikmanna."
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson er besti dómari Pepsi-deildarinnar í ár að mati Fótbolta.net. Erlendur átti mjög gott sumar og var einnig valinn besti dómari fyrri helmings mótsins.

„Hann er mjög reyndur maður og hefur verið lengi í bransanum. Hann skilur fótboltann mjög vel," segir Pjetur Sigurðsson, fyrrum aðstoðardómari sem nú situr í dómaranefnd KSÍ en hann þekkir Erlend vel.

„Hans helstu kostir eru að hann leyfir leiknum að fljóta og ræður vel við það. Þó má hann stundum passa sig að fara ekki of langt með það."

„Hann átti fínt sumar og hann er reyndur og virtur. Hann hefur með dómgæslu sinni gegnum tíðina náð að skapa sér virðingu meðal leikmanna," segir Pjetur um Erlend.
banner
banner
banner