Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. október 2004 23:01
Hafliði Breiðfjörð
Allt brjálað milli stuðningsmanna Liverpool og Millwall
Sviðsett mynd úr gerð bíómyndar um knattspyrnubullur
Sviðsett mynd úr gerð bíómyndar um knattspyrnubullur
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Þeir sem sáu leik Millwall og Liverpool í enska deildabikarnum, Carlin Cup, í kvöld tóku eftir því að mikið magn af lögreglumönnum tók sér stöðu fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og hluta stuðningsmanna Millwall á leiknum. Ástæðan var ósætti milli stuðningsmannana sem hafði komið upp eftir ógeðfelda söngva stuðningsmanna Millwall. Samantektin hér að neðan er byggð á spjallborðum Liverpool í Englandi og lýsingum stuðningsmanna sem voru á leiknum á atvikunum.

Stuðningsmenn Millwall eru þekktar bullur en í þeirra hópi eru taldar hættulegustu bullur landsins. Þeir byrjðu leiðindin strax í upphafi leiks er þeir hófu apa búkhljóð í hvert sinn sem einhver af hörundsdökku leikmönnum Liverpool fékk boltann og á 35. mínútu leiksins er Millwall bullurnar hófu að syngja ,,You should have all died at Hillsborough" eða ,,Þið hefðuð allir átt að deyja á Hillsborough."

Eftir þetta var stuðningsmönnum Liverpool nóg boðið og brugðust sumir hverjir reiðir við.

Við það brá að mikinn fjölda lögreglumanna en einn lögreglumannana var með videotökuvél á þrífæti sem var stillt upp fyrir framan Millwall hlutann á stúkunni en slíkar upptökur geta oft verið mikilvægar þegar leitað er að sökudólgum í svona málum.

Eftir að Liverpool komst í 2-0 ukust svo söngvarnir sem tengdust Hillsborough og það kveikti endanlega í stuðningsmönnum Liverpool sem byrjuðu að grýta peningum og öðrum smáhlutum yfir til Millwall stuðningsmannana og allt fór úr böndunum.

Svo virtist sem lögregla hafi verið illa undirbúin fyrir svona læti þrátt fyrir að stuðningsmenn Millwall séu þekktir fyrir að haga sér illa. Þannig neitaði lögregla að hleypa stuðningsmönnum Liverpool úr stúkunni og stóðu vörð um útgangana úr stúkunni.

Á þessari stundu voru börn og annað fólk byrjað að gráta í stúkunni og pirringurinn farinn að aukast. Þá bar þar lögreglu með hunda inn um einn innganginn og nokkrir stuðningsmanna Liverpool tróðu sér að innganginum og fólk fór að ,,sleppa út". Einhverjir stuðningsmannana munu hafa reynt að hlaupa inn á völlinn en aðrir byrjuðu að brjóta niður sæti í stúkunni til að grýta yfir til Millwall stuðningmannana.

Flestir Liverpool mannana höfðu passað sig á að mæta ekki í búningum merktu sínu liði á leikinn en hætt er við því að ef þeir hefðu látið sjá sig í búningunum hefðu fengið slæma útreið fyrir.

Sjá einnig:
Hvað er Hillsborough slysið?
Meira um ólætin í leik Liverpool og Millwall
Athugasemdir
banner