Manchester United goðsögnin Ole Gunnar Solskjær var á Valsvellinum í kvöld og sá þar heimamenn rústa Víkingi R., með sjö mörkum gegn engu.
Solskjær er í dag þjálfari Molde í Noregi og þess vegna var ekki talið ólíklegt að hann væri mættur til þess að fylgjast með leikmanni.
Solskjær er í dag þjálfari Molde í Noregi og þess vegna var ekki talið ólíklegt að hann væri mættur til þess að fylgjast með leikmanni.
Margir voru á því að Solskjær væri mættur til þess að horfa á Óttar Magnús Karlsson, framherja Víkings, en hann hefur verið að spila vel undanfarið.
Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason greindi þó frá því í Pepsi-mörkunum í kvöld að Solskjær væri kominn hingað til lands til þess að fylgjast með Orra Sigurði Ómarssyni, varnarmanni Vals. Orri Sigurður spilaði allan leikinn í kvöld í vörninni hjá Val.
Afar áhugavert er að sjá hvað er satt í þessu máli og hvort Solskjær reyni að fá einhvern leikmann sem spilaði í kvöld yfir til Molde.
Lestu nánar um leikinn á Valsvellinum
Sjá einnig:
Solskjær að horfa á Óttar Magnús?
Athugasemdir