Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   fim 18. ágúst 2016 19:54
Elvar Geir Magnússon
Solskjær að horfa á Óttar Magnús?
Ole Gunnar í stúkunni.
Ole Gunnar í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Manchester United goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er á Valsvellinum þar sem Valur og Víkingur Reykjavík eru að fara að mætast í Pepsi-deildinni.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Solskjær þjálfar norska úrvalsdeildarliðið Molde og er ekki ólíklegt að hann sé hingað mættur til að horfa á Óttar Magnús Karlsson, leikmann Víkinga.

Óttar hefur verið frábær með Víkingum í síðustu leikjum með Víkingum og skoraði hann þrennu í 3-1 sigri gegn Breiðabliki í síðustu umferð.

Solskjær og Magnús Gylfason sitja saman í stúkunni en Magnús mætti í fréttamannastúkuna til að fá skýrslu. Þegar Fótbolti.net spurði Magnús hvort Solskjær væri mættur til að horfa á Óttar brosti hann og sagði: „Hann er bara í kurteisisheimsókn."

Óttar er fæddur 1997, er uppalinn hjá Víkingum en var áður í herbúðum Ajax og lék með yngri liðum hollenska stórliðsins.

Sjá einnig:
Óttar Magnús: Holland var mjög góður skóli
Athugasemdir
banner
banner