Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 05. október 2006 09:00
Magnús Már Einarsson
Íslenskur slúðurpakki: 1. og 2.deild
Milan Stefan Jankovic verður væntanlega þjálfari Grindavíkur með Magna Fannberg
Milan Stefan Jankovic verður væntanlega þjálfari Grindavíkur með Magna Fannberg
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Fer Andri Steinn Birgisson (til hægri) til Fjölnis?
Fer Andri Steinn Birgisson (til hægri) til Fjölnis?
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Stefán Örn er orðaður við Þrótt.
Stefán Örn er orðaður við Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Logi Ólafsson er orðaður við Stjörnuna í slúðrinu.
Logi Ólafsson er orðaður við Stjörnuna í slúðrinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnljótur Davíðsson gæti farið í ÍR samkvæmt slúðurpakkanum.
Arnljótur Davíðsson gæti farið í ÍR samkvæmt slúðurpakkanum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Njáll Eiðsson er orðaður við þjálfarstöðuna hjá Hetti.
Njáll Eiðsson er orðaður við þjálfarstöðuna hjá Hetti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og undanfarin ár ætlum við hér á Fótbolta.net að taka saman og birta nokkrum sinnum í vetur heitasta slúðrið af félagaskiptamarkaðnum hér á landi en ljóst er að margir leikmenn munu skipta um lið og mörg lið eru að leita sér að nýjum leikmönnum til að styrkja hópa sína fyrir komandi leiktíð. Í gær birtum við slúður af liðunum í Landsbankadeildinni en í dag er slúðurpakki sem einblínir á fyrstu og aðra deildina.

Hér að neðan er það helsta sem heyrist á götunni um neðri deildirnar í dag en það ber að ítreka það að allt eru þetta sögusagnir og allt eins víst að ekkert sé til í þessu þó sjálfsagt séu einhver sannleikskorn. Slúðurpakkinn er einungis til að hafa gaman af og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected].


Grindavík:
Stefnir í að Magni Fannberg og Milan Jankovic haldi áfram að þjálfa liðið, þó að nafn Helga Bogasonar þjálfara Njarðvíkinga undanfarin ár hafi líka komið í umræðuna. David Hannah gæti verið á förum í lið í Landsbankadeildinni og ekki er víst með Paul McShane og Óskar Örn Hauksson. Grindvíkingar vonast til að Eysteinn Húni Hauksson og Óli Stefán Flóventsson verði áfram og er það nokkuð líklegt.

ÍBV:
Heimir Hallgrímsson þjálfar væntanlega ÍBV áfram. Eyjamenn eru að leita fyrir sér á Englandi og í Afríku og þá er liðið spennt fyrir að fá Sigurbjörn Hafþórsson, efnilegan leikmann frá KS/Leiftri. Liðsfélagi hans, Stefán Logi Magnússon markvörður ku einnig vera á óskalista í Eyjum.

Fjölnir:
Meðal þess sem heyrist úr Grafarvoginum er að Fjölnismenn hafi áhuga á að fá Andra Stein Birgisson frá Grindavík og Davíð Þór Rúnarsson frá Víkingi en báðir hafa þeir áður leikið með liðinu. Fjölnismenn hafa einnig áhuga á Ingþóri Jóhanni Guðmundssyni leikmanni Selfyssinga. Gætu einnig reynt að fá Andra Val Ívarsson frá Val og auk þess er líklegt að með vorinu muni þeir gera samning við FH um að fá unga stráki að láni.

Þróttur:
Heyrst hefur að Þróttarar hafi áhuga á Stefáni Erni Arnarsyni framherja Keflvíkinga og einhver lítill orðrómur hefur verið um að Jens Elvar Sævarsson og Páll Einarsson komi aftur til liðsins frá Fylki.

Stjarnan:
Heyrst hefur að Logi Ólafsson muni fá þjálfarastarfið hjá Stjörnunni ef hann hefur áhuga, Jörundur Áki Sveinsson gæti einnig verið áfram með liðið en lítið slúður heyrist um nýja leikmenn.

KA:
Hreinn Hringsson gæti yfirgefið liðið og þá mun Steingrímur Örn Eiðsson leggja skóna á hilluna. KA-menn eru að skoða leikmenn úr annarri og þriðju deild og eru orðaðir við Halldór Fannar Júlíusson leikmann Völsungs. Eru einnig að skoða erlendis.

Víkingur Ólafsvík:
Erlendu leikmennirnir munu væntanlega allir fara nema Dalibor Nedic. Nýjir erlendir leikmenn koma í staðinn. Vilhjálmur Vilhjálmsson fer frá Víkingum sem vonast til að geta samið við Ellert Hreinsson framherja Blika en hann var í láni hjá Ólsurum í sumar. Þá gætu Víkingar reynt að fara í samstarf við lið í efstu deild upp á lánssamninga að gera.

Þór:
Hlynur Birgisson leggur væntanlega skóna á hilluna og óvíst er hvað Lárus Orri Sigurðsson þjálfari liðsins gerir í þeim efnum. Munu jafnvel reyna að fá Sandor Forizs frá KS/Leiftri og liðsfélaga hans Dusan Ivkovic. Sigurbjörn Hafþórsson efnilegur leikmaður úr KS/Leiftri einnig heyrst í umræðunni. Þórsarar eru einnig orðaðir við Halldór Fannar Júlíusson og Guðmund Óla Steingrímsson leikmenn Völsungs.

Leiknir:
Leiknismenn eru nú í þjálfaraleit og má reikna með því að þau mál skýrist mjög bráðlega. Ekki má búast við miklum breytingum á leikmannahópi liðsins en þó er nokkuð ljóst að sænsku leikmennirnir Mentor Zhubi og Jeton Gorqaj koma ekki aftur. Kantmaðurinn Pétur Örn Svansson og sóknarmaðurinn Einar Örn Einarsson eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Leiknir ætlar þó að bæta við sig varnarmanni eftir að Haukur Gunnarsson lagði skóna á hilluna og vonast liðið til að finna hann á innlenda markaðnum. Gætu fengið Sigurð Donys frá Huginn en hann stefnir á að spila á höfuðborgarsvæðinu og mætti hann á æfingu hjá Breiðholtssliðinu á dögunum.

Fjarðabyggð:
Munu styrkja sig og til að mynda er ljóst að miðjumaðurinn Jón Gunnar Eysteinsson kemur á æskuslóðir eftir að hafa leikið með KA. Jeppe Ostrup, Sveinbjörn Jónasson, Friðjón Gunnlaugsson og Elmar Bragi Einarsson leikmenn Huginn eru orðaðir við Fjarðabyggð og þá gæti liðið leitað fyrir sér erlendis að varnarmanni og framherja.

Njarðvík:
Verða væntanlega með svipað lið. Ekki er víst hvort að Helgi Bogason þjálfi en ef hann verður ekki áfram hefur nafn Marko Tanasic skotið upp kollinum en Milos Tanasic sonur hans myndi þá einnig fara til Njarðvíkinga. Frans Elvarsson efnilegur leikmaður Sindra sem er í U-17 ára landsliðinu æfir með Njarðvík fram að áramótum og mun þá taka ákvörðun hvort hann verður þar eða fer aftur austur. Þá hefur Spánverjinn, Mikel Herrero sem lék með Njarðvík í sumar áhuga á að reyna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu.

Reynir Sandgerði:
Gunnar Oddsson hætti sem þjálfari liðsins á dögunum og hafa nöfn Marko Tanasic og Sigurðar Björgvinssonar heyrst í umræðunni um það hver tekur við liðinu. Reyna jafnvel að fá Ólaf Jón Jónsson frá Keflavík og hafa áhuga á Eysteini Húna Haukssyni sem verður þó væntanlega áfram í Grindavík.

Haukar:
Ætla að reyna að halda Kristjáni Ómari Björnssyni og Alberti Högna Arasyni og byggja liðið á ungum leikmönnum. Gætu fengið Sigurð Donys frá Huginn en hann stefnir á að spila á höfuðborgarsvæðinu.

Selfoss:
Sævar Þór Gíslason framherji Fylkismanna er orðaður við sína gömlu félaga á Selfossi líkt og oft á haustinn en hann gæti spilað með liðinu og verið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. Halldór Jón Sigurðsson leikmaður Víkings, Freyr Alexandersson hjá Leikni og Sindri Ragnarsson leikmaður Sindra er orðaðir við Selfyssinga en þeir er í Laugarvatni í skóla. Ætla að halda sömu erlendu leikmönnum en óvíst er með Steingrím Jóhannesson, hvort að hann spili áfram.

ÍR:
Ásgeir Elíasson nýráðinn þjálfari ÍR mun fá Arnljót Davíðsson til félagsins frá Fram en þeir voru báðir hjá Safamýraliðinu síðasta sumar. Fá Tinna Kára Jóhannesson einnig aftur frá ÍA þar sem hann var í láni.

Höttur:
Heyrst hefur að Njáll Eiðsson hafi sótt um þjálfarastöðuna hjá Hetti og Gústaf Adolf Björnsson sem hætti með Hauka á dögunum hefur einnig verið orðaður við hana sem og Guðmundur Magnússon sem þjálfar kvennalið Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner