Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. júní 2007 12:43
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 4.umferðar - Andri Bergmann Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Andri í leik gegn Njarðvík á síðustu leiktíð.
Andri í leik gegn Njarðvík á síðustu leiktíð.
Mynd: Agl.is - Gunnar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Mynd: Agl.is - Gunnar
Fótbolti.net hefur í sumar valið leikmann umferðarinnar í efstu þremur deildum karla. Fjórðu umferðinni í 1.deild karla lauk með fjórum leikjum á þriðjudag en fresta þurfti þessum leikjum í maí. Fjarðabyggð sigraði Reyni Sandgerði 3-0 á útivelli þar sem að Andri Bergmann Þórhallsson fór á kostum og skoraði tvívegis en hann er leikmaður 4.umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Andri Bergmann Þórhallsson
Andri Bergmann Þórhallsson er framherji á 24 aldursári. Hann ólst upp hjá Austra á Eskifirði en sumarið 2002 fór hann til Þórs á Akureyri og lék fimm leiki með þeim í fyrstu deildinni um sumarið. Hann lék með Fjarðabyggð í 3.deildinni árið 2003 og skoraði grimmt en í kjölfarið fór hann í Huginn Seyðisfirði þar sem hann spilaði 2004 og 2005. Andri fór síðan aftur til Fjarðabyggðar og í fyrra gerði hann fjögur mörk í sjö leikjum þegar að liðið sigraði aðra deild karla.
,,Ég er búinn að vera meiddur en þetta byrjar ágætlega," sagði Andri við Fótbolta.net en leikurinn gegn Reyni var sá fyrsti sem hann var í byrjunarliðinu hjá Fjarðabyggð.

Andri skoraði tvívegis en annað mark hans í leiknum og þriðja mark Fjarðabyggðar var nokkuð skondið þar sem hann náði að hirða boltann af Atla Jónassyni markmanni Reynis.

,,Markmaðurinn fékk boltann, ég veit ekki hvort að hann hafi ekki vitað að mér eða hvort ég væri lengra í burtu því ég tók hann af honum og renndi boltanum í autt markið."

Fjarðabyggð mætti Reyni á útivelli á þriðjudaginn en leikið er þétt þessa dagana og á morgun fer liðið í heimsókn í Breiðholtið og mætir þar Leikni.

,,Þetta er ágætt, þetta eru reyndar að verða helvíti margir leikir en það verður að komast í gegnum þetta strembna leikjaprógram núna og þá verður þetta auðveldara það sem eftir er," sagði Andri en hvert er markmiðið hjá Fjarðabyggð í sumar?

,,Við setjum okkur aldrei markmið lengra en 2-3 leiki fram í tímann en markmiðið fyrir sumarið var að festa sig í sessi í fyrstu deildinni og ég held að það sé ennþá stefnan."

Fjarðabyggð hefur byrjða vel og er í þriðja sæti með þrettán stig eftir sex leiki. ,,Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og meðan það er stefnan þá verðum við að sjálfsögðu í toppbaráttunni," sagði Andri sem hefur ekki sett sér markmið hvað varðar markaskorurn.

,,Nei, ég set mér það markmið að skora sem mest af mörkum, reyni að nýta færin sem ég fæ og gera mitt besta."

Fjarðbyggð mætir Leikni Fáskrúðsfirði í VISA-bikarnum í næstu viku en sigurvegarinn fer áfram í 16-liða úrslitin. ,,Bikarkeppnin er bónus ofan á allt og vill maður ekki alltaf komast sem lengst í henni."

Andri Bergmann tók þátt í undankeppni Eurovision í vetur en ætlar hann að taka aftur þátt næsta vetur?

,,Ég veit það ekki. Ég er að fara í nám til Danmerkur í haust þannig að ég læt þetta allt ráðast. Það er allavega fótboltinn í sumar, það er alveg á hreinu," sagði Andri sem stjórnar söngvum í búningsklefa Fjarðabyggðar eftir sigurleiki.

,,Já að sjálfsögðu. Það er sungið spes lag "Allir í strætó" sérhannaður texti hér að Austan, það veit enginn um hvað hann er en þetta er skemmtilegt lag," sagði Andri Bergmann Þórhallsson leikmaður 4.umferðar hress að lokum við Fótbolti.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri Bergmann Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner