Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2007 16:43
Magnús Már Einarsson
Leikmaður úr 1.deildinni að taka þátt í undankeppni Eurovision
Tekur þátt í úrslitum í söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Andri Bergmann Þórhallsson framherji úr liði Fjarðabygðar í fyrstu deild karla er á meðal keppenda í úrslitum í söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í kvöld en sigurvegarinn í keppninni fer fyrir hönd Íslands í Eurovision.

,,Það hefur yfirleitt verið þannig að söngurinn er númer eitt á veturnar og fótboltinn númer eitt á sumrin. Ég vil sem minnst um það hugsa að þurfa að velja á milli, ég vil gera bæði eins lengi og ég get," sagði Andri við Fótbolti.net í dag.

Eurovision fer fram í Finnlandi í vor og vinni Andri í kvöld mun hann fara þangað eins og fyrr segir. ,,Þetta er bara vika úti þannig að ég æfi með HJK Helsinki eða eitthvað á meðan," sagði Andri í léttum tón þegar hann var spurður hvort að för til Finnlands myndi ekki hafa áhrif á fótboltann.

Andri sem er 23 ára skoraði fjögur mörk í sjö leikjum þegar að Fjarðabyggð sigraði aðra deildina síðastliðið sumar. Hann er þriðji á svið í kvöld en fyrir þá sem vilja kjósa hann má benda á númerið 900 2003.
Athugasemdir
banner
banner