Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. júlí 2007 11:20
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 9.umferðar - Guðjón Baldvins (Stjarnan)
Guðjón í baráttu við varnarmann KA.
Guðjón í baráttu við varnarmann KA.
Mynd: Pedromyndir
Mynd: Rögnvaldur Már Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur í sumar valið leikmann umferðarinnar í efstu þremur deildum karla. Guðjón Baldvinsson lék frábærlega í 4-2 sigri Stjörnunnar á KA í fyrradag þar sem hann gerði þrennu og lagði upp fjórða markið. Guðjón er leikmaður níundu umferðar í fyrstu deildinni hér á Fótbolta.net.

Guðjón Baldvinsson
Framherjinn Guðjón Baldvinsson er uppalinn Stjörnumaður. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki aðeins 17 ára árið 2003 með Stjörnunni í 1.deild. Síðan þá hefur Guðjón skoraði 34 mörk í 61 leik með Stjörnunni í deild og bikar. Guðjón sem er í U-21 árs landsliðinu var markahæstur í annarri deild árið 2005 með fjórtán mörk. Hann var einnig valinn efnilegastur í deildinni það ár og í fyrra var hann valinn efnilegastur í fyrstu deild í vali fyrirliða og þjálfara sem að Fótbolti.net stóð fyrir.
,,Þetta gekk upp og datt fyrir mann. Maður náði að nýta færin," sagði Guðjón við Fótbolta.net en hann hefur verið í fantaformi að undanförnu og var hann einnig valinn leikmaður 7.umferðar eftir góða frammistöðu gegn Þór á dögunum.

Eftir að hafa átt stórleik gegn KA í fyrradag fékk Guðjón rauða spjaldið undir lokin eftir baráttu við Aleksandar Linta.

,,Rauða spjaldið á síðustu mínútu setti svartan blett á þetta en það er bara eins og það er. Þetta var bara bull og maður verður að reyna að gleyma þessu sem fyrst.

,,Ég er ekki sammála því að þetta hafi átta að vera rautt spjald og ekki einu sinni gult en hann sá greinilega eitthvað sem ég sá ekki."


Í vetur æfði Guðjón frjálsar íþróttir með ÍR en hann segir það hafa hjálpað sér. ,,Það hjálpar mikið og kemur manni í betra form, ég myndi mæla með því fyrir alla."

,,Þráinn Hafsteinsson setti mig í sérprógramm. Ég meiddist á hnénu í tvo mánuði og þá fór ég í sér hlaupa og lyftingaræfingar,"
sagði Guðjón en hann segir frjálsíþróttaæfingar hafa hjálpað sér í byrjun móts. ,,Maður kom bæði með öðruvísi hugarfar inn í mótið í ár og í betra formi."

Guðjón hefur eins og fyrr segir verið að skora grimmt að undanförnu en hann er markahæstur í fyrstu deildinni með átta mörk eftir níu umferðir.

,,Það er mjög svekkjandi að missa af næsta leik (vegna leikbanns) því maður hefur verið markheppinn undanfarið og því er leiðinlegt að detta út núna í tvær vikur. Ég setti mér það markmið fyrir sumarið að verða markakóngur og það er ennþá í gangi," sagði Guðjón sem hefur sett sér markmið hvað varðar markaskorun.

,,Ég var búinn að setja markmiðið á fimmtán yfir sumarið. Það ætti að vera raunhæft markmið. Ég ætla fyrst að ná þessu og síðan sjáum við til þegar ég næ því, hvort þetta fari ekki upp í tuttugu en ég ætla fyrst að ná þessu," sagði Guðjón Baldvinsson leikmaður 9.umferðar brattur að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 8.umferðar - Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Leikmaður 7.umferðar - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri B. Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner