Fótbolti.net hefur í sumar valið leikmann umferðarinnar í efstu þremur deildum karla. Fjölnismenn hafa verið á miklu skriði að undanförnu og þeir burstuðu Víking Ólafsvík 8-1 á heimavelli í sjöttu umferðinni síðastliðið föstudagskvöld. Þar fór Tómas Leifsson kantmaður Fjölnismanna á kostum en hann skoraði tvívegis og lagði tvö mörk upp.

Tómas Leifsson er 22 ára vinstri kantmaður sem er uppalinn hjá FH. Hann var í láni hjá Fjölni sumarið 2005 og skoraði þá ellefu mörk í átján leikjum í deild og bikar. Í fyrra var hann nokkrum sinnum á varamannabekknum hjá FH í Landsbankadeildinni og kom við sögu í einum leik í VISA-bikarnum, gegn Víkingi. Tómas sem á að baki leiki með U-19 og U-17 ára landsliði Íslendinga gekk aftur til liðs við Fjölni í apríl síðastliðnum.
,,,Það var skemmtilegt að setja hann með hausnum, það er ekki oft sem maður gerir það," bætti Tómas við.
Fjölnismenn skoruðu einungis eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum en síðan opnuðust flóðgáttir því liðið hefur skorað fjórtán mörk í síðustu tveimur leikjum, átta gegn Víkingi og sex gegn KA á Akureyri.
,,Við vorum að spila alveg ágætlega í fyrstu leikjunum en þetta gekk ekki upp við markið. Eftir að fyrsta markið kom á Akureyri brotnaði ísinn. Við vissum að við værum góðir en það vantaði sjálfstraust," sagði Tómas sem er uppalinn í FH.
Nokkrir FH-ingar er í liði Fjölnis og á dögunum komu Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson allir til Fjölnis á láni frá Fimleikafélaginu.
,,Það er gaman að því, FH-ingarnir standa sig hvar sem þeir koma. Þeir falla vel inn í hópinn þessir nýju, Óli Palli þekkir vel til hérna, þeir smellpassa inn í þetta og það er góður andi í hópnum," sagði Tómas sem segist ekki hafa ruglast og öskrað "áfram FH" í leikjum.
,,Nei ég hef passað mig á því, ég segi bara áfram gulir," sagði Tómas og hló.
Fjölnismenn mæta Leikni annað kvöld í fyrstu deildinni, Njarðvík á föstudaginn og í næstu viku mætir liðið Stjörnunni í VISA-bikarnum.
,,Á næstu þremur vikum eru næstum alltaf tveir leikir í viku. Það er gaman, maður vill spila leiki og það er fínt að jogga á æfingum milli leikja og spila síðan leiki. Ef við förum áfram í bikarnum verða ennþá fleiri leikir og það er bara gaman," sagði Tómas sem segir Fjölnismenn stefna á að vinna Stjörnuna og komast í 16-liða úrslit VISA-bikarsins.
,,Ekki spurning, ég held að Fjölnir hafi ekki farið í 16-liða úrslit áður þannig að það yrði mjög gaman að slá Stjörnuna út og fá kannski FH í Krikanum," sagði Tómas Leifsson leikmaður 6.umferðar brattur að lokum.
Sjá einnig:
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri Bergmann Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir