Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 04. júlí 2007 14:23
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Fernando Torres til Liverpool (Staðfest)
Rafael Benitez og Fernando Torres sáttir á Anfield í dag.
Rafael Benitez og Fernando Torres sáttir á Anfield í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á Fernando Torres framherja Atletico Madrid og kaupverðið gæti orðið allt að 26,5 milljónir punda.

Torres skrifaði fyrir stundu undir sex ára samning við Liverpool en þessi 23 ára gamli leikmaður stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær. Hann var kynntur á fréttamannafundi á Englandi í dag eftir að hafa kvatt stuðningsmenn Atletico Madrid og haldið fréttamannafund í Madrid í morgun.

Liverpool hefur aldrei keypt leikmann fyrir jafnháa upphæð en fyrra metið var fjórtán milljónir punda sem að þeir rauðu borguðu fyrir Djibril Cisse á sínum tíma.

,,Tilboðið frá Liverpool kom og ég sagði félaginu að hlusta á tilboðið þar sem að þetta er félag sem ég vil spila fyrir. Þetta er eitt besta ef ekki besta félagið í Evropu," sagði Torres sem hefur alla tíð leikið með Atletico Madrid og verið markahæsti leikmaður liðsins undanfarin fimm tímabil.

,,Það hefur verið erfið ákvörðun að yfirgefa félagið sem ég hef alltaf leikið með en það hefði verið erfitt fyrir mig að hafna tilboði Liverpool. Þetta er stórt skref fyrir mig og ég held að þetta hafi verið rétt fyrir alla."

,,Ég vil aðalagast eins fljótt og auðið er. Ég tel að í úrvalsdeildinni sé fótbolti sem að hentar leikstíl mínum vel," bætti Torres við.

Torres mun eins og við höfum greint frá fá treyju númer 9 hjá Liverpool en það er treyjan sem að Robbie Fowler var í á síðasta tímabili.

Sjá einnig:
Fernando Torres: Gat ekki hafnað tilboði Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner