Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. júlí 2007 16:46
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 13.umferðar - Atli Heimisson (ÍBV)
Atli fagnar marki gegn Reyni.
Atli fagnar marki gegn Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Örvar Arason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Heimisson skoraði þrennu og var síógnandi þegar að ÍBV sigraði Reyni Sandgerði 6-0 á útivelli í þrettándu umferð 1.deildar. Hann er leikmaður 13.umferðar í fyrstu deildinni hér á Fótbolti.net.

Atli Heimisson
Atli Heimisson er 19 ára kant og sóknarmaður. Hann gekk til liðs við ÍBV fyrr í sumar eftir að hafa leikið með meistaraflokki Aftureldingar undanfarin fjögur ár en hann lék einnig með Fjölni og Fram í yngri flokkunum. Atli var valinn efnilegasti leikmaður 2.deildar af þjálfurum og fyrirliðum í fyrra í vali sem að Fótbolti.net stóð fyrir.
,,Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu. Það gekk mest allt upp sem við lögðum áherslu á og ég var réttur maður á réttum stað á réttum tíma," sagði Atli við Fótbolta.net í dag en hann er ánægður með frammistöðu sína til þessa í sumar.

,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og ég held að ég hafi skilað mínu starfi hér í Eyjum síðan ég kom hingað en maður getur alltaf bætt frammistöðu sína og ég ætla mér að gera það í seinni umferðinni," sagði Atli sem hefur skorað fimm mörk í níu leikjum í annarri deildinni í sumar.

,,Ég ætla mér að vera á meðal þeirra fimm markahæstu í deildinni. Ég er kominn með nokkur mörk þrátt fyrir að hafa misst af fjórum leikjum í deldinni en ég ætla mér ekki að missa af fleiri leikjum í sumar."

ÍBV tekur á móti Fjarðabyggð í fyrstu deildinni annað kvöld og Atli vonast til að þjóðhátíðin hefjist snemma hjá Eyjamönnum ,,Ég vona hún byrji snemma fyrir okkur Eyjamenn. Þessi leikur er upp á lífið okkar í deildinni myndi ég segja, algjör skyldusigur fyrir okkur. Við erum með mun betra lið en stigin segja og þurfum bara að að fara að sýna okkar rétta andlit í leikjum og stíga upp."

ÍBV fékk Atla frá Aftureldingu í upphafi sumars en hann hefði leikið lykilhlutverk hjá Mosfellingum í annarri deildinni undanfarin ár og var hann meðal annars valinn efnilegasti leikmaður ársins í 2.deildinni í fyrra.

,,Mér fannst komið að því stigi hjá mér að fara í efri deild og Afturelding stóðu með mér í þessari ákvörðun."

,,Mér líkar mjög vel í Eyjum, það er góður mórall í hópnum og þjálfarinn (Heimir Hallgrímsson) er frábær, hann veit alveg hvað hann er að gera. Ég er bara mjög sáttur með að hafa gengið til liðs við ÍBV, það hafa allir verið hjálpsamir hér í Eyjum og reynst mér mjög vel."


Atli segir stefnuna hjá ÍBV vera að fara upp í Landsbankadeildina en hann stefnir á að vera í Eyjum næstu árin ,,Auðvitað förum við upp, það kemur ekki annað til greina. Ég býst við að vera áfram hér, mér líkar vel hérna og finnst rólegt og þægilegt að vera í Eyjum, það er ekkert stress eins og í Reykjavík," sagði Atli Heimisson leikmaður 13.umferðar að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 12.umferðar - Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Leikmaður 11.umferðar - Jósef Jósefsson (Grindavík)
Leikmaður 10.umferðar - Dalibor Nedic (Víkingur Ólafsvík)
Leikmaður 9.umferðar - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 8.umferðar - Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Leikmaður 7.umferðar - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri B. Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner