Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. ágúst 2007 15:05
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 14.umferðar - Michael Jackson (Þróttur)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Víkurfréttir - Jón Björn
Michael David Jackson lék frábærlega í vörn Þróttar þegar að liðið lagði Leikni 2-0 í 14.umferð fyrstu deildarinnar. Jackson var eins og kóngur í ríki sínu í leiknum og hann er leikmaður 14.umferðarinnar í 1.deildinni hér á Fótbolti.net.

Michael David Jackson
Varnarmaðurinn Michael David Jackson gekk til liðs við Þrótt í vor. Þessi 27 ára gamli leikmaður hafði orðið Welskur meistari með The New Saints en hann varð áður meistari með Rhyl FC. Jackson hefur einnig leikið með Southport og Welshpool Town en hann hefur leikið nokkrum sinnum í undankeppni Meistaradeildarinnar, meðal annars með TNS gegn Liverpool 2005.
,,Ég spilaði ágætlega, þetta var ekki mín besta frammistaða, ég hef gert betur en þetta var allt í lagi," sagði Jackson um frammistöðu sína gegn Leikni þegar að Fótbolti.net hitti hann að máli á Salatbarnum í dag.

Jackson kom til Þróttar í vor og hefur leikið vel í sumar, hann er nokuð sáttur við eigin frammistöðu til þessa í sumar. ,,Í flestum leikjanna, ég var ekki sáttur með 1-2 leiki en ég tel að ég hafi staðið mig nokkuð vel."

Þróttarar eru í öðru sæti í fyrstu deildinni eftir að hafa unnið fimm leiki í röð og stefna á að fara upp í Landsbankadeildina.

,,Auðvitað er markmiðið að fara upp í úrvalsdeildina, september verður mikilvægur þar sem þar eru margir mikilvægir leikir," sagði Jackson sem sér fimm lið berjast um þrjú efstu sætin sem gefa þáttökurétt í Landsbankadeildinni að ári.

,,Þrjú efstu liðin, Grindavík, Þróttur, Fjölnir og Fjarðabyggð og ÍBV. Ég held að þessi fimm lið verði að berjast um fimm efstu sætin og ég held að þetta verði erfitt. Það eru lið sem fylgja fast á hæla þér og ef þú tapar tveimur leikjum ertu fallinn niður um sæti."

Jackson kom til Þróttar í vor en hann vildi prófa eitthvað nýtt og ákvað þess vegna að koma til Íslands.

,,Hjá liðinu sem ég var í vorum að vinna deildina árlega og spiluðum í Meistaradeildinni. Ég vildi breyta til og um leið og ég heyrði þennan möguleika (að fara til Íslands) hljómaði það frábærlega og þess vegna er ég hér."

,,Þegar ég heyrði Ísland hugsaði ég bara um snjó og ís en síðan kom ég hingað og veðrið hefur verið ótrúlegt og ég hefði ekki getað beðið um meira. Flestirnir vellirnir eru líka mjög góðir," sagði Jackson ánægður með aðstöðuna hér á landi.

Jackson spilaði með TNS gegn Liverpool í Meistaradeildinni á Anfield Road árið 2005. Hann segir það hafa verið skemmtilegt að spila í Meistaradeildinni.

,,Það var ótrúleg reynsla, sérstaklega þegar við spiluðum á Anfield gegn Liverpool fyrir 45 þúsund manns," sagði Jackson af innlifun og bætti við: ,,Þegar þú spilar fyrir 45 þúsund manns þá tekuru ekki eftir því þar sem að þú ert svo einbeittur að leiknum."

Jackson líkar eins og fyrr segir vel á Íslandi en hann veit ekki hvort hann verði áfram hjá Þrótti eftir tímabilið ,,Ég er ekki viss í hreinskilni sagt. Við munum sjá hvernig hlutirnir munu fara. Kannski verð ég hér á næsta ári, og kannski ekki, við verðum bara að bíða og sjá," sagði þessi geðþekki varnarmaður sem hefur verið strítt af liðsfélögum sínum vegna nafnsins, Michael Jackson, en þó ekki eins mikið og hjá öðrum liðum.

,,Þetta er ekki eins slæmt og vanalega," sagði Jackson og hló. ,Hjá síðasta liði sem ég var hjá var þetta verra. Allir leikmenn Þróttar eru frábærir, þeir leggja hart að sér og allir vilja vinna. Hjá fyrrum félögum sem ég hef verið hjá hafa einungis nokkrir leikmenn virkilega viljað vinna en hér vilja allir leikmennirnir vinna og það kann ég vel við," sagði Michael Jackson, leikmaður 14.umferðar að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 13.umferðar - Atli Heimisson (ÍBV)
Leikmaður 12.umferðar - Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Leikmaður 11.umferðar - Jósef Jósefsson (Grindavík)
Leikmaður 10.umferðar - Dalibor Nedic (Víkingur Ólafsvík)
Leikmaður 9.umferðar - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 8.umferðar - Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Leikmaður 7.umferðar - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri B. Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner
banner