Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 02. maí 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
#mínfyrirmynd
#mínfyrirmynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki sami drepleiðinlegi hrokagikkurinn og menn halda.
Ekki sami drepleiðinlegi hrokagikkurinn og menn halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilega atvikið.
Skemmtilega atvikið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Verið að skella í lás.
Verið að skella í lás.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvöru pressa frá Arsenal samfélaginu.
Alvöru pressa frá Arsenal samfélaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir sammála um að Gunnar Jónas, Elli Helga og Gumma Kristjáns blandan sé ákveðin geðveiki.
Allir sammála um að Gunnar Jónas, Elli Helga og Gumma Kristjáns blandan sé ákveðin geðveiki.
Mynd: Knattspyrnudeild Gróttu
Arnar Daníel er mjög efnilegur miðvörður sem leikið hefur með U19 landsliðinu. Hann var hluti af þeim hópi sem tryggði sér sæti á lokamótinu með því að vinna milliriðilinn í mars.

Arnar er uppalinn hjá Breiðabliki, lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Augnabliki og var svo á láni hjá Gróttu í fyrra. Grótta fékk hann svo alfarið yfir í vetur. Arnar Daníel sýnir í dag á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 5. sæti

Fullt nafn: Arnar Daníel Aðalsteinsson.

Gælunafn: AD.

Aldur: 19 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2021 á móti Tindastól með Augnablik, myndi mæla með Augna skólanum fyrir hvern sem er, alvöru skóli.

Uppáhalds drykkur: Allir sem segja vatn eru að ljúga, Fanta Lemon í sól er unplayable.

Uppáhalds matsölustaður: Ég og Viktor Elmar Gautason erum duglegir að fara í Ikea, það hefur líklega enginn farið jafn oft í Ikea og við.

Hvernig bíl áttu: E-golf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break, t-bag geitin.

Uppáhalds tónlistarmaður: Patr!k

Uppáhalds hlaðvarp: Ég og Eggert Aron erum harðir Dr. Football menn, Dansað á línunni með Enska fær að malla í eyrunum þess á milli.

Fyndnasti Íslendingurinn: Þegar að Addi Bomba og Óli Karel komast í gír eru fáir jafn fyndnir.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Laus annaðkvöld? frá Damir Muminovic.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Arsenal, gæti ekki höndlað pressuna frá fárveika arsenal samfélaginu, með Kristófer Orra fremstan í flokki.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hilmir Rafn Mikaelsson, sá ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Chris Brazell og Ólafur Ingi gætu myndað svakalegt teymi. Jökull I.E. og Óskar Hrafn fá honorable mention.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Júlíus Mar og Tómas Orri með sínar skræku raddir voru gjörsamlega óþolandi upp yngri flokkana.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Aron Kári Aðalsteinsson.

Sætasti sigurinn: 3-2 sigur á Fjölni í Úrslitaleik Íslandsmótsins í 3. Flokki. Gumma Brynjólfs og Tryggva Björns masterclass.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki náð að spila úrslitaleik shell mótsins á móti Stjörnunni vegna meiðsla, illa þreytt að hafa þurft að fylgjast með úrslitunum í sjúkraflugi.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea, Todd Boehly er að smíða skrímsli.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Hlyn Frey Karlsson í Val, sá myndi pluma sig á Nesinu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlynsson og Bergdís Sveinsdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurbergur Áki Jörundsson gæti unnið hvaða fegurðasamkeppni sem er.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lind Steinarsdóttir.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Steinar Björnsson, sem betur fer er verið að læsa hann inni.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sveitin hjá ömmu, þar er hægt að jarðtengja sig almennilega.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Luke Rae og markmaðurinn hjá Aftureldingu voru eitthvað ósáttir síðasta sumar, ég ákvað að stíga á milli þeirra en fór kannski full harkalega í markmanninn, uppskar verðskuldað gult spjald fyrir vikið.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í hægri skóinn fyrst og knúsa svo Dominic Ankers aðstoðarþjálfara áður en við förum í upphitun.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Playoffs í Subway og svo píluna um jólin.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er að flakka á milli Nike Mercurial og Phantom.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Rekstrarhagfræði er með því leiðinlegra sem ég hef gert á ævinni.

Vandræðalegasta augnablik: Mathys Tel klobbaði mig illilega þegar ég spilaði á móti honum, eftir þetta settum við hann í Íslensku kaðlana og hann gat ekkert í leiknum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ella Helga, Gunnar Jónas og Gumma Kristjáns. Geðveikin myndi skila okkur öllum heim heilum á húfi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er helvíti seigur á skærunum, heyrðu í mér ef þú vilt fá þetta umtalaða “fade”.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Adolf Daði Birgisson, hélt að þetta væri drepleiðinlegur hrokagikkur eftir að hafa spilað á móti honum þegar við vorum yngri. Svo er þetta bara einn mesti toppmaður sem ég hef kynnst.

Hverju laugstu síðast: Sagði Tomma Jóh að menn væru að segja að hann gæti ekki neitt í bolta, þurfti aðeins að koma honum niður á jörðina fyrir tímabilið.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er næstum því jafn leiðinleg og Rekstrarhagfræðin.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Mitoma í Brighton hvort ég mætti klippa þessa moppu af hausnum á honum.


Tómas kominn niður á jörðina
Athugasemdir
banner
banner
banner