Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   lau 04. maí 2024 21:15
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Ótrúleg endurkoma Magna - Skoraði og sá rautt
Ibra byrjar vel með Magna
Ibra byrjar vel með Magna
Mynd: Magni
KV vann fyrsta leik gegn ÍH
KV vann fyrsta leik gegn ÍH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrstu umferð 3. deildar karla lauk í dag með fjórum leikjum. Magni vann magnaðan 2-1 endurkomusigur á Hvíta riddaranum með því að skora tvö mörk á síðustu mínútum leiksins.

Hilmar Þór Sólbergsson skoraði mark Hvíta riddarans undir lok fyrri hálfleiks.

Allt stefndi í góðan útisigur en þá stigu varamennirnir Þorsteinn Ágúst Jónsson og Ibrahim Boulahya El Miri upp. Þeir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu Magna frábæran sigur.

KV vann ÍH, 3-2, í Skessunni. Stíflan brast þegar um það bil hálftími var eftir. Einar Már Þórisson og Freyr Þrastarson skoruðu með þriggja mínútna millibili áður en Andri Jónasson minnkaði muninn í næstu sókn.

Freyr gerði annað mark sitt fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma en undir lokin gaf Brynjar Ásgeir Guðmundsson heimamönnum von með marki en þá voru um það bil tvær mínútur búnar af uppbótartímanum.

Tveimur mínútum síðar var hann rekinn af velli með sitt annað gula spjald og þar með rautt. Lokatölur 3-2 fyrir KV.

KFK lagði Sindra að velli, 2-1. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum. Atli Dagur Ásmundsson skoraði fyrir KFK en Birkir Snær Ingólfsson svaraði.

Javier Fidalgo skoraði síðan sigurmarkið rétt undir lok hálfleiksins og þar við sat.

Árbær og Víðir gerðu 2-2 jafntefli á Domusnova-vellinum. Víðir komst tvisvar yfir í leiknum en Sigurður Karl Gunnarsson og Ragnar Páll Sigurðsson sáu um að jafna fyrir Árbæinga.

Úrslit og markaskorarar:

Árbær 2 - 2 Víðir
0-1 Alex Þór Reynisson ('4 )
1-1 Sigurður Karl Gunnarsson ('18 )
1-2 David Toro Jimenez ('43 )
2-2 Ragnar Páll Sigurðsson ('59 )

ÍH 2 - 3 KV
0-1 Einar Már Þórisson ('61 )
0-2 Freyr Þrastarson ('64 )
1-2 Andri Jónasson ('64 )
1-3 Freyr Þrastarson ('75 )
2-3 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('90 )
Rautt spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson , ÍH ('90)

Sindri 1 - 2 KFK
0-1 Atli Dagur Ásmundsson ('20 )
1-1 Birkir Snær Ingólfsson ('38 )
1-2 Javier Berenguer Fidalgo ('45 )

Magni 2 - 1 Hvíti riddarinn
0-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('45 )
1-1 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('90 )
2-1 Ibrahim Boulahya El Miri ('90 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 3 3 0 0 11 - 3 +8 9
2.    Kári 3 2 1 0 11 - 5 +6 7
3.    KFK 3 2 0 1 6 - 5 +1 6
4.    Víðir 3 1 1 1 9 - 5 +4 4
5.    Árbær 3 1 1 1 9 - 7 +2 4
6.    ÍH 2 1 0 1 7 - 6 +1 3
7.    KV 2 1 0 1 6 - 6 0 3
8.    Sindri 2 1 0 1 5 - 5 0 3
9.    Magni 2 1 0 1 2 - 4 -2 3
10.    Hvíti riddarinn 3 1 0 2 4 - 7 -3 3
11.    Vængir Júpiters 3 0 1 2 9 - 14 -5 1
12.    Elliði 3 0 0 3 4 - 16 -12 0
Athugasemdir
banner
banner
banner