Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjöggi Stef og tveir aðrir í KFK (Staðfest) - Daníel aftur í Árbæ
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Gylfason.
Daníel Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KFK, Knattspyrnufélag Kópavogs, hefur bætt við sig þremur leikmönnum sem ættu heldur betur að geta hjálpað liðinu í 3. deildinnni í sumar.

Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson kemur á láni frá Þrótti Reykjavík. Björgvin tók skóna fram af hillunni fyrir síðasta sumar og byrjaði hann að spila með uppeldisfélaginu Haukum. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Haukum í 2. deild en tókst ekki að skora mark. Hann spilaði svo fimm leiki með Þrótti Vogum en skoraði ekki heldur.

Björgvin hafði ekki spilað fótbolta frá 2020 áður en hann tók skóna fram af hillunni í fyrra. Björgvin greindist með gigt í byrjun árs 2020 og hafði lítið getað beitt sér síðan þá. Hann byrjaði hins vegar á lyftæknilyfjum í september 2022 og það hafði góð áhrif á heilsu hans.

Hann mun núna spila með KFK í sumar en þeir Alejandro Barce Lechuga og Hamdja Kamara hafa einnig skipti yfir í Kópavoginn.

Lechuga er sóknarmaður sem spilaði með Einherja 2021 og 2022, en þá skoraði hann 28 mörk í 37 leikjum. Kamara er miðjumaður sem lék með Reyni Sandgerði 2022 og Dalvík/Reyni í fyrra.

Daníel mættur aftur í Árbæinn
Þá eru fleiri fréttir úr 3. deild því Daníel Gylfason er mættur aftur í FC Árbæ eftir að hafa skipt yfir í Reyni Sandgerði um stutt skeið.

Daníel er fjölhæfur og reynslumikill leikmaður sem kemur til með að hjálpa Árbæ mikið innn á vellinum í sumar. Hann spilaði með Árbæ seinni hluta sumarsins í fyrra en fyrri hlutann var hann með Keflavík í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner