Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   fim 08. október 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Poyet hvetur Allardyce til að taka við Sunderland
Gus Poyet
Gus Poyet
Mynd: Getty Images
Gus Poyet hefur tjáð sig um stjórastarfið hjá Sunderland eftir að Dick Advocaat sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Advocaat tók við liðinu eftir að Poyet var rekinn í byrjun þessa árs en þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá félaginu á undanförnum árum. Poyet vill meina að vandamál félagsins liggi annars staðar en hjá þjálfurunum.

„Nú er annar þjálfari að fara og þetta gerist fulloft þarna. Það er núna ljóst að þetta er ekki þjálfurunum að kenna. Stundum þegar liði gengur illa skiptir þú um þjálfara og hlutirnir fara að snúast í rétta átt, en þegar þetta gerist svona oft þá er eitthvað annað að."

„Ef ég vissi hvað það væri þá myndi ég hringja í formanninn á morgun og segja honum það en ég veit ekki hvað er að. Sem betur fer er það ekki mitt starf að finna það út,
sagði Úrugvæinn.

Poyet er þó ekki alveg sama um sitt gamla félag og hann vill að félagið ráði þrautreyndan þjálfara til félagsins.

„Sam Allardyce ætti að vera næsta ráðning hjá Sunderland. Ég veit reyndar ekki hvort hann hafi áhuga og kannski er ég að setja smá pressu á hann þannig að hann gæti drepið mig næst þegar ég hitti hann"

„Hann hefur reynslu af því að starfa í norðaustri. Hann þekkir deildina út og inn og veit nákvæmlega hvað þarf til að halda sér í úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner