Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. janúar 2024 13:59
Elvar Geir Magnússon
Ísland leikur gegn Gvatemala á miðnætti í kvöld
Arnór Ingvi Traustason er landsleikjahæstur í leikmannahópnum.
Arnór Ingvi Traustason er landsleikjahæstur í leikmannahópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janúarhópur íslenska landsliðsins er í Flórída í Bandaríkjunum þar sem liðið leikur tvo vináttulandsleiki. Í kvöld laugardagskvöld mætir liðið Gvatemala og í miðri komandi viku verður mótherjinn Hondúras.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 00:00 (athugið breytta tímasetningu) og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Gvatemala 0 -  1 Ísland

Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Inter Miami og verða þeir í beinni og ólæstri útsendingu á Stöð 2 sport.

Ísland hefur hvorki mætt Gvatemala né Hondúras áður í A-landsliðum karla. Gvatemala er í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og Hondúras er í 76. sæti. Íslenska liðið er í 71. sæti listans.

Arnór Ingvi Traustason (53) og Sverrir Ingi Ingason (46) eru með mestu landsleikjareynsluna í íslenska hópnum í þessu verkefni en hópinn má sjá hér að neðan.

Leikirnir tveir:
- Gvatemala – Ísland í kvöld 13. janúar kl. 00:00 að íslenskum tíma
- Hondúras – Ísland 18. janúar kl. 01:00 að íslenskum tíma

Markmenn
Hákon Rafn Valdimarsson, IF Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking FK
Lukas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim

Aðrir leikmenn
Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping
Sverrir Ingi Ingason, FC Midtjylland
Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby BK
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg IF
Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
Andri Fannar Baldursson, IF Elfsborg
Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby BK
Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City SC
Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg BK
Kristall Máni Ingason, SönderjysskE
Logi Tómasson, Strömsgodset IF
Kolbeinn Þórðarson, IFK Göteborg
Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson, Kristiansund BK
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Birnir Snær Ingason, Víkingur
Jason Daði Svanþórson, Breiðablik
Logi Hrafn Róbertsson, FH

Viðtal við Jóhannes Karl aðstoðarlandsliðsþjálfara:

Athugasemdir
banner
banner