
Eins og við greindum frá fyrr í kvöld fékk Birkir Bjarnason olnbogaskot í byrjun leiksins við Króatíu. Birkir lá eftir og þurfti aðhlynningu en það blæddi mikið úr nefi hans. Líklegt þykir að Birkir hafi þarna nefbrotnað.
Birkir fór af vellinum í skamma stund en mætti síðan aftur og spilaði af harðfylgi eins og hann gerir alltaf.
Birkir var tekinn af velli í uppbótartíma.
Birkir fór af vellinum í skamma stund en mætti síðan aftur og spilaði af harðfylgi eins og hann gerir alltaf.
Birkir var tekinn af velli í uppbótartíma.
Á samfélagsmiðlinum Twitter er Birkir hrósað í hástert fyrir að halda áfram þrátt fyrir líklegt nefbrot.
Hér að neðan má sjá eina slíka færslu sem hlotið hefur mikinn meðbyr.
Can we talk about Bjarnason getting his nose broken and just....plugging the flow and getting right back in? #ICECRO pic.twitter.com/k25tYN322m
— Dresden (@DresdenDawg) June 26, 2018
Athugasemdir