Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fossblæddi úr Birki eftir olnbogaskot
Icelandair
Birkir er líklega nefbrotinn
Birkir er líklega nefbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason lá í valnum snemma í leiknum við Króatíu. Hann fékk olnbogaskot frá Marko Pjaca, leikmanni Króatíu.

Það fossblædi úr nefi Birkir og þurfti hann að fara af velli um stund svo hægt væri að hlúa að meiðslum hans.

Spænskur dómari leiksins, Antonio Mateu Lahoz, ákvað að gefa Pjaca gult spjald en spurning hvort liturinn á spjaldinu hefði ekki átt að vera öðruvísi fyrst að hann var að spjalda hann.

Smelltu hér til að sjá þegar Birkir fékk olnboga Pjaca beint í andlitið.

Birkir hélt áfram leik þó hann sé mögulega nefbrotinn.

Staðan er markalaus hjá Íslandi og Króatíu. Seinni hálfleikur hefst bráðlega. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner