Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 14:10
Aksentije Milisic
AC Milan sagt hætt við að fá Lopetegui eftir mótmæli stuðningsmanna
Mynd: EPA

Hár orðrómur hefur farið um Ítalíu síðustu daga að AC Milan ætli sér að ráða Spánverjann Julen Lopetegui sem næsta þjálfara liðsins.

Fastlega er búist við því að félagið reki Stefano Pioli, núverandi þjálfara liðsins, eftir tímabilið og greindi Gazzetta dello Sport frá því að Lopetegui væri næsti maður inn.


Stuðningsmenn AC eru blóðheitir og láta vel í sér heyra en þessar fréttir fóru illa í kramið hjá mörgum þeirra. Þeir létu merkið #Nopetegui „trenda" á samfélagsmiðlinum X og virðast þessi skilaboð hafa komist til stjórnarmenn félagsins.

Gianluca Di Marzo segir að AC ætli sér því ekki að ráða Lopetegui og núna beinast spjót þeirra að Paulo Fonseca. Hann er nú þjálfari Lille í Frakklandi en Fonseca hefur verið áður á Ítalíu en þá þjálfaði hann AS Roma.

Áhugavert verður að sjá hvað gerist en stemningin þessa daganna er ekki góð í kringum AC Milan. Liðið féll úr leik í Evrópudeildinni og stuttu síðar tapaði liðið nágrannaslagnum sem gulltryggði Inter Milan ítalska titilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner