Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hvar er virðingin?“
Mynd: Getty Images
Gabby Agbonlahor
Gabby Agbonlahor
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gabriel Agbonlahor telur að Jürgen Klopp sé að búa til óþarfa vandamál fyrir næsta stjóra Liverpool með ákvörðunum sínum.

Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah byrjaði á bekknum í mikilvægum leik gegn West Ham í Lundúnum í gær.

Þegar tólf mínútur voru eftir ákvað Klopp að setja Salah inn á völlinn, en Egyptinn var greinilega óhress með það og lét Klopp heyra það á hliðarlínunni.

Darwin Nunez þurfti að stíga inn á milli til að koma í veg fyrir frekari orðaskipti.

Agbonlahor, sem er sparkspekingur hjá talkSPORT, segir Klopp sýna Salah algera vanvirðingu.

„Salah er ekki varamaður og ég held að þetta sé eitthvað sem hefur verið að koma frá Salah. Þú getur sett Salah á bekkinn ef þú ert að rótera í liðinu, en hann hefur skorað 210 mörk og gefið 86 stoðsendingar fyrir Liverpool.“

„West Ham er erfiður andstæðingur. Þú gefur honum ekki tólf mínútur og það er líklega það sem hann var að segja á hliðarlínunni. „Tólf mínútur? Ég er Salah, þú værir ekki með titil án mín Jürgen“,“
sagði Agbonlahor, sem velti því fyrir sér hvað fór þeirra á milli.

„Þeir væru ekki með titla án Salah. Hann hefur verið ótrúlegur fyrir þetta fótboltafélag. Hvar er virðingin?“

„Klopp er núna að búa til vandamál í hópnum fyrir næsta tímabil og koma leikmönnum í uppnám. Það er umræða um að Salah gæti farið. Hefur þetta atvik áhrif á það?

„Þú þarft að vinna leiki í titilbaráttu og þú gefur stjörnuleikmanninum þínum tólf mínútur, þannig það er ekki hægt að setja mikið út á Salah á hliðarlínunni.“

„Þetta var rangt hjá Klopp að vanvirða Salah á þennan hátt,“
sagði Agbonlahor í lokin.

Salah hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu síðasta árið. Liverpool hafnaði risatilboð í ágúst en það gæti vel farið svo að félagið sé reiðubúið að fara í viðræður í sumar.

Arne Slot, þjálfari Feyenoord, mun taka við Liverpool af Klopp, en félögin hafa þegar náð samkomulagi um kaupverð. Hann verður væntanlega tilkynntur á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner