Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 30. maí 2018 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallað á lækni úr stúkunni eftir að Hendrickx hneig niður
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það leit ekki vel út þegar Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, hneig skyndilega niður er Kópavogsliðið spilaði við KR í Mjólkurbikar karla núna í kvöld.

Sjúkraþjálfarar voru kallaðir inn á völlinn en einnig var auglýst eftir lækni úr stúkunni.

„Hendrickx hneig hérna niður upp úr þurru og heldur um brjóstið á sér. Það er kallað eftir lækni hérna, þetta lítur skelfilega út. Það er búið að setja teppi fyrir svo ekki sjáist, þetta virðist verulega alvarlegt. Hann hneig bara niður aleinn, það er algjör þögn hérna," sagði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Hendrickx fór af velli en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist.

„Ég heyrði það í hátalarakerfinu að honum liði vel eftir atvikum og við fylgjumst nánar með því með honum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leik.

Vonandi á þessi öflugi leikmaður eftir að jafna sig fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner