Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
KR
1
1
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '8
Kjartan Henry Finnbogason '52 1-1
Stefán Logi Magnússon '67
27.07.2014  -  20:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Ekki spennandi. Grátt, blautt og vindur.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1200
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('69)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Almarr Ormarsson ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('84)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m) ('69)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('84)
5. Egill Jónsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
11. Emil Atlason
23. Atli Sigurjónsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('64)

Rauð spjöld:
Stefán Logi Magnússon ('67)
@jedissson Jóhann Óli Eiðsson
Þungt jafntefli í Vesturbænum
Það var ekki margt sem gladdi augað í Frostaskjólinu í kvöld. Það var kalt, blástur og þungskýjað. Tólfhundruð áhorfendur mættu á völlinn og flestir þeirra fóru líklega í verra skapi en þeir komu.

Á allra fyrstu mínútum leiksins voru KR-ingar miklu líklegri. Þeir voru ofarlega á vellinum og ógnuðu mjög. Blikar náðu hins vegar að losa sig við mesta skrekkinn og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks stigu þeir vart feilspor.

Þegar færi gafst skeiðuðu þeir fram á völlinn á fáum mönnum en þó nægilega mörgum til að skapa usla hjá þeim eftirlegukindum sem KR-ingar skyldu eftir í vörninni. Eftir eina slíka sókn náði Árni Vilhjálmsson að skora eftir sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Einhverjir KR-ingar vildu meina að hann hefði notað hendina á sér til að aðstoða sig en markið stóð.

Fátt annað markvert átti sér stað í fyrri hálfleik. KR-ingar reyndu að sækja en til þess eins að horfa á hvern boltann á fætur öðrum hrökkva af grænum varnarmúr gestanna. Þegar þeir voru komnir í þrot enduðu þeir oft á því að leyfa hafsentunum Grétari og Aroni að senda langa bolta fram. Sendingar þeirra voru hins vegar álíka markvissar og miðið hjá Stormtrooper hermanni.

Um miðjan leikinn byrjaði í þokkabót að rigna og varð það ekki til þess að bæta úr skák. Margir leikmenn áttu erfitt með að fóta sig og runnu fáein færi í sandinn sökum þessa.

KR-ingar mættu sem allt annað lið inn í síðari hálfleikinn. Rúnar Kristinsson virðist hafa troðið einhverri frjósemi í huga þeirra í hálfleik því allar sendingar voru mun markvissari og hættulegri en í fyrri hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu þeir jöfnunarmarkið. Þá átti Haukur Heiðar Hauksson, sem hefur verið einn albesti leikmaður KR það sem af er tímabilinu og hlýtur að vera farinn að banka á landsliðsdyrnar, sendingu fyrir markið úr hægra horninu. Kjartan Henry Finnbogason kom á ferðinni og slengdi boltanum í netið af markteigshorninu.

Bæði lið sóttu eftir markið en án árangurs. Um miðbik hálfleiksins gerðist svo atvik sem hafði alla burði til að blása lífi í leikinn en á endanum varð niðurstaðan þveröfug.

Húsvíkingarnir Elfar Árni og Aron Bjarki voru í kapphlaupi um boltann og Stefán Logi tók þá ákvörðun að koma út úr markinu og reyna að fara í knöttinn. Það mistókst honum en í staðinn fór hann í Elfar Árna. Garðar dómari dæmdi aukaspyrnu og veitti Stefáni reisupassann. Undirritaður verður að viðurkenna eigin vanþekkingu á akkúrat þessum parti reglubókarinnar en að mörgu leiti var þetta afar ódýrt rautt spjald.

Í stað þess að leikurinn opnaðist upp á gátt við spjaldið þá urðu bæði lið óttalega passasöm. KR-ingar lágu til baka og Blikar sóttu á töluvert færri mönnum en þeir hefðu getað sótt á. Niðurstaðan varð að lokum sú að liðin þurftu að sættast á skiptan hlut.

Heimamenn voru ekki merkilegir í fyrri hálfleiknum. Leikur þeirra var álíka frjór og múlasni og sóknartilburðir þeirra ekki upp á marga fiska. Blikar virtust eiga ráð undir rifi hverju og litu afar vel út. Helst með lífsmarki var Haukur Heiðar Hauksson en þó hefur hann oft verið betri.

Í síðari hálfleik rönkuðu fleiri leikmenn við sér. Óskar Örn, Kjartan Henry og Haukur Heiðar voru þar fremstir en það vantaði mikið upp á að Englendingurinn Gary Martin kæmist nokkurn tíman í takt við þennan leik. Hann hafði fært lögheimili sitt í rangstöðuna og er hann brá sér af bæ þá var niðurstaðan ekki merkileg.

Blikar geta að mörgu leiti unað sáttir við sitt. Skipulag þeirra gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik og varnarlína þeirra sló vart feilnótu. Í síðari hálfleik riðlaðist eitthvað hjá þeim á stundum en þeir sluppu með skrekkinn. Helsta svekkelsi þeirra felst líklega í því að hafa ekki gert harðari atlögu að sigrinum í kjölfar þess að hafa orðið manni fleiri.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson ('32)
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('84)
30. Andri Rafn Yeoman ('84)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('32)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('84)
21. Baldvin Sturluson ('84)
27. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: