Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Breiðablik
LL 5
0
Egnatia
Fótbolti.net bikarinn
Grótta
LL 3
0
KFS
Breiðablik
5
0
Egnatia
Ágúst Orri Þorsteinsson '15 1-0
Viktor Karl Einarsson '23 2-0
Ágúst Orri Þorsteinsson '27 3-0
Viktor Karl Einarsson '38 4-0
Óli Valur Ómarsson '69 5-0
15.07.2025  -  19:00
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Skýjað en 16° og logn. Teppið á Kópavogsvelli alltaf til fyrirmyndar.
Dómari: David Dickinson (Skotland)
Áhorfendur: 1150
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
9. Óli Valur Ómarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('85)
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson ('57)
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen ('74)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Arnór Gauti Jónsson ('57)
10. Kristinn Steindórsson ('74)
11. Aron Bjarnason
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('74)
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson ('85)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson ('85)
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('33)
Kristinn Steindórsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik fer áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar þar sem þeir munu mæta Lech Poznan.

Stórkostleg frammistaða hjá Blikum í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
93. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Þetta var nú lítið.
92. mín Gult spjald: Elion Sota (Egnatia)
91. mín
Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
89. mín
Gestirnir með hornspyrnu sem Blikar skalla frá. Fyrirliðinn Aleksi nær svo skotinu fyrir utan teig en í varnarmann.
85. mín
Inn:Gunnleifur Orri Gunnleifsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Ungir menn að koma inn á. Gunnleifur að spila sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik, hann er fæddur 2008. Gabríel er fæddur 2007.
85. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
81. mín
Virkilega skemmtilegt spil á hægri kantinum, þeir koma svo boltanum á Kidda Steindórs inn í teig sem tekur skotið en rétt yfir.
75. mín Gult spjald: Arbenit Xhemajli (Egnatia)
74. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
74. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Saliou Guindo (Egnatia) Út:Ildi Gruda (Egnatia)
73. mín
Inn:Flamur Ruci (Egnatia) Út:Fernando Medeiros (Egnatia)
73. mín
Inn:Daniel Wotlai (Egnatia) Út:Kastriot Selmani (Egnatia)
71. mín
Blika fara strax upp hinumegin. Óli Valur leikur sér að varnarmönnum gestana, kemur sér í gott færi en skotið hans er varið af Dajsinani.
70. mín
FRÁBÆR VARSLA! Egnatia fá aukaspyrnu á miðjum vellinum, eru fljótir að taka hana og Fangaj er einn gegn Antoni, en Anton étur hann!
69. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Hættu þeir eru þegar dauðir! Blikar vinna boltann á miðjum vellinum, Arnór Gauti gefur boltann á Óla sem tekur mjög skemmtilegt hlaup. Tekur eina fintu og svo skotið fyrir utan teig og smyr honum niður í hornið!
66. mín
Fyrsta almennilega hættan Leo Melo gerir vel í að hrista af sér Viktor Örn og kemst inn á teig. Hann tekur svo skotið rétt yfir markið.
62. mín
Ágúst vinnur boltann á vallarhelmingi gestanna. Hann kemur svo strax með sendinguna inn fyrir á Tobias sem tekur skotið en Dajsinani ver.
57. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Kiddi var alveg frábær í þessum leik.
57. mín
Næstum slys Ásgeir fær sendingu til baka sem er ekki alveg nógu nákvæm, hann þarf að renna sér í boltann til að koma boltanum burt.
55. mín
Ágúst tekur Xhemajli niður og réttilega dæmt aukaspyrnu á hann, en á meðan þeir liggja báðir þá sparkar Xhemajli í bakið á Ágústi. Dómararnir ætla hins vegar ekkert að gera í því.
53. mín
Frábært hlaup hjá Ágústi, fer framhjá einum virkilega skemmtilega en fyrigjöfin hans fer svo í varnarmann.
53. mín
Blikar ætla greinilega að leyfa Egnatia að vera meira með boltann í þessum seinni hálfleik. Það virðist vera bara í fínu lagið því gestirnir eru að klikka á rosa mikið af sendingum.
47. mín Gult spjald: Léo Melo (Egnatia)
72 sekúndur Það var tíminn frá því að hann kom inn á og tekur svo Valgeir niður og fær gult.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn! Ein breyting í hálfleik hjá gestunum.
46. mín
Inn:Léo Melo (Egnatia) Út:Mohammed Yahaya (Egnatia)
45. mín
Allavega ekki leiksýning, þetta er raunveruleikinn
45. mín
Hafliði Breiðfjörð mættur með myndavélina Hér má sjá skemmtilega myndasyrpu úr fyrri hálfleik. Það má einnig sjá fleiri myndir í markafærslunum hér fyrir neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur hálfleikur hjá Blikum. Gjörsamlega tortímdu Egnatia mönnum, og hefðu getað skorað fleiri. Ég kalla bara eftir því að við sleppum því að spila þennan seinni hálfleik.
45. mín Gult spjald: Fernando Medeiros (Egnatia)
Valgeir liggur eftir að Fernando keyrði inn í hann.

Valgeir fær smá tíma til jafna sig og fá aðhlynningu, hann mun halda áfram.
45. mín
+1 Höskuldur í fínu færi og tekur skotið en markvörður gestana ver vel frá honum.

Það er bara spurning hvað Blikar ætla að vinna þetta stórt.
45. mín
Uppbótartíminn er tvær mínútur
45. mín Gult spjald: Kastriot Selmani (Egnatia)
Það var aldrei planið hjá honum að fara í boltann, fer bara í Valgeir.
42. mín
Inn:Zamig Aliyev (Egnatia) Út:Anio Potsi (Egnatia)
Þetta er bara of seint fyrir gestina. Þótt þetta sé í fyrri
41. mín Gult spjald: Abdurramani Fangaj (Egnatia)
Fyrir almenn leiðindi inn í teig fyrir horn.
40. mín
Ágúst geysist upp hægri kantinn og kemur með góðan bolta á fjær þar sem Óli er með svkalega mikið pláss. Hann tekur skotið en í varnarmann og aftur fyrir.
40. mín
Blikar eru ánægðir með sína menn á forritinu
38. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Þetta er svo mikið rúst!! Viktor gerir vel upp vinstri kantinn, leggur svo boltann á Óla Val sem kemur inn á völlinn og tekur skotið en það er varið. Viktor er síðan fljótur að bregðast við, kemst í lausa boltann og hamrar honum í netið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
35. mín
Ég hélt þetta væri 4-0! Óli með boltann úti á vinstri kantinum, leggur hann á Höskuld sem er rétt fyrir utan teig með engan mann í sér. Hann tekur skotið en bara rétt framhjá stönginni!
34. mín
Selmani tekur skotið beint úr spyrnunni en beint á Anton sem er ekki í veseni þeð þetta.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höggi tæklar mann að aftan en hann tók nú boltann. Finnst það ansi mikið að gefa gult á þetta.
29. mín Gult spjald: Albano Aleksi (Egnatia)
Það tók ekki langan tíma fyrir Skotan að fá nóg. Enda er þessi maður búinn að tuða frá fyrstu mínútu.

Kæmi mér ekki á óvart ef hann hefði verið að tuða þegar þeir gengu inn á völlinn.
27. mín MARK!
Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
BLIKAR ERU AÐ GANGA FRÁ ÞEIM!! Kiddi Jóns vinnur boltann ofarlega á vellinum og er fljótur að lýta inn í teig. Þar sér hann Tobias og reynir fyrirgjöfina á hann, en hún fer aðeins of langt. Þá kemur Ágúst á fjær í sitt hlaup og þessi sending var fullkomin fyrir hann. Dauðafæri fyrir Ásgeir sem klárar frábærlega!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
Blikar leiða í einvíginu!! Breiðablik fer strax upp hinumegin eftir sókn gestanna. Valgeir setur fastan bolta fyrir markið og Viktor kemur með gott hlaup á nærstöngina. Hann þarf ekki nema að pota aðeins í boltann og hann syngur í netinu!

Núna þurfa gestirnir að sækja og þá gæti leikurinn opnast enn meira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22. mín
Gestirnir í dauðafæri! Yahaya er töluvert fljótari en Anton Logi og fer auðveldlega framhjá honum. Hann klippir svo inn á völlinn í teignum og tekur fast skot en Anton Ari sér við honum.
18. mín
Tobias nálægt því! Frábær fyrirgjöf frá Kidda Jóns á fjærstöngina þar sem Tobias var mættur. Hann nær skotinu en markvörður gestanna ver.

Tobias er svo á svo mikilli ferð að hann flýgur yfir auglýsingaskiltin.
18. mín
Fyrsta skot Egnatia á markið. Hár bolti á Bakayoko sem tekur á móti boltanum með bringunni og fer svo strax í skotið, en þessi fór hátt yfir.
15. mín MARK!
Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Tobias Thomsen
STÓRKOSTLEG SKYNDISÓKN!! Egnatia var í sinni fyrstu sókn leiksins en Blikar gerðu vel í vörninni. Óli Valur fékk boltann á eiginn vallarhelmingi og fór af stað. Fyrirliði Egnatia reif vel í hann en Óli hélt áfram. Hann gaf boltann á Viktor Karl sem gaf hann svo í fyrsta á Tobias, sem var fljótur að sjá Ágúst í fullt af plássi. Ágúst þá kominn einn gegn markmanni og hann kláraði virkilega vel!!

Einvígið jafnt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. mín
Dómarinn að taka virkan þátt í leiknum síðustu mínútur. Búið að vera töluvert um flaut og nú stöðvar hann leikinn til að spjalla aðeins við Óla Val. Skiljanlega, skemmtilegur maður.
11. mín
Höskuldur tekur spyrnuna en Egnatia menn skalla frá. Blikar halda boltanum og koma honum á Tobias Thomsen sem tekur skotið en í varnarmann.
10. mín
Frábært hlaup Óli Valur gerir virkilega vel á vinstri kantinum, fer framhjá einum en fyrirgjöfin hans fer svo í varnarmann og aftur fyrir. Horn.
8. mín
VAR Thomsen virðist skalla boltann í höndina á leikmann Egnatia inn í teig. Skoski dómarinn stöðvar leikinn í smá stund, en það verður ekkert meira gert úr þessu.
7. mín
Þetta hefði getað farið illa Smá misskilningur inn í teig Blika. Gestirnir gefa boltann fyrir og lítil hætta á þessum bolta. Viktor skallar boltann frá, en Anton kemur líka út í boltann og þeir eru nálægt því að láta gestina fá boltanna aftur í góðri stöðu.
5. mín
Hann lyftir boltanum á fjær en Egnatia menn sjá við þessu og skalla frá.
5. mín
Blikar fá aukaspyrnu og Kiddi Jóns gerir sig tilbúin að koma með boltann fyrir.
4. mín
Blikar byrja leikinn af miklum krafti, eru á fullum hraða út um allan völl. Egnatia menn virka hins vegar vel skipulagðir, það verður ekki auðvelt að skora á þá.
1. mín
Stemingin frábær! Okkar langbesti Hilmar Jökull leiðir Blika stuðningsmenn í söng hér í stúkunni. Með gjallarhorn í annari hendi og drykk í hinni. Allir taka vel undir með honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikur hafinn
Skotinn flautar og leikurinn er kominn af stað! Blikar sækja í átt að Sporthúsinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Leikmenn labba inn á völl Þetta fer alveg að bresta á, Höskuldur leiðir sína menn inn á völlinn.
Fyrir leik
Allt undir hjá Blikum sem töpuðu fyrri leiknum 1-0. Skulum bara hafa þetta einfalt. Breiðablik kemst áfram á stuðlinum 1.82 hjá Epic. Svo væri áhugavert að taka gult spjald á Valgeir Valgeirsson á 3.25 og mark frá Tóbías Thomsen á 2,50.
Áfram fótbolti
Fyrir leik
Stemningsmenn
Mynd: Breiðablik

Þessir munu styðja vel við bakið á Breiðabliksliðinu í kvöld!
Fyrir leik
Byrjunarliðið Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum. Kristinn Steindórsson og Aron Bjarnason fá sér sæti á bekknum, en fyrir þá koma Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Svona stillir UEFA upp liðinu
Fyrir leik
Hvert fer Breiðablik næst? Með sigri
Ef Blikar vinna einvígið í kvöld, fara þeir í mjög erfitt verkefni næst. Þeir mæta Gísla Gotta og félögum í Lech Poznan í annari umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggja sér hins vegar úrslitaleik um að komast í Sambandsdeildina með sigri í kvöld, þar sem þeir detta niður í Evrópudeild með tap gegn Lech Poznana, og tap í Evrópudeild kemur þeim í lokaleik forkeppninnar í Sambandsdeildinni.
Mynd: EPA


Með tapi
Ef Blikar tapa í kvöld detta þeir hins vegar beint niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þar mæta þeir annað hvort Ludogorets frá Búlgaríu eða FC Dinamo-Minsk frá Hvítarússlandi. Ludogorets leiðir það einvígi 1-0 eftir fyrsta leikinn.
Mynd: EPA
Fyrir leik
Fyrirliðinn og þjálfari í viðtali Breiðablik bauð upp á fréttamannafund í gær þar sem Höskuldur Gunnlaugsson og Halldór Árnason sátu fyrir svörum.
Fyrir leik
Dómarar leiksins Það verða skotar sem sjá um dómgæslu leiksins. Þeir eru væntanlega vanir hörku í leikjum í Skotlandi. Þannig við fáum líklega baráttu í þessum leik.
Fyrir leik
Breiðablik kynnti liðsstyrk í gær Blikar hafa þjófstartað í félagaskipta markaðnum og kynntu í gær að þeir hafa fest kaup á framherjanum Gabríel Aron Sævarssyni. Hann mun hins vegar ekki koma til þeirra fyrr en á næsta tímabili.
Fyrir leik
Egnatia leiðir einvígið Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir Egnatia. Þeir skoruðus sigurmarkið á 92. mínútu en það var Ildi Gruda sem gerði það. Breiðablik verður því að vinna leikinn í kvöld, og það með tveimur mörkum til að fara áfram.

Einn plús sem kom úr marki Egnatia, var að leikmenn hlupu inn á völlinn og Regi Lushkja einn besti leikmaður þeirra fékk sitt annað gula spjald í leiknum og verður því í leikbanni í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Meistaradeildin kallar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður spilaður á Kópavogsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
98. Mario Dajsinani (m)
5. Anio Potsi ('42)
6. Albano Aleksi
7. Fernando Medeiros ('73)
9. Soumaila Bakayoko
17. Kastriot Selmani ('73)
18. Mohammed Yahaya ('46)
19. Arbenit Xhemajli
28. Elion Sota
44. Abdurramani Fangaj
77. Ildi Gruda ('73)

Varamenn:
1. Klajdi Kuka (m)
4. Zamig Aliyev ('42)
8. Daniel Wotlai ('73)
11. Léo Melo ('46)
36. Serxho Ujka
88. Flamur Ruci ('73)
99. Saliou Guindo ('73)

Liðsstjórn:
Edlir Tetova (Þ)

Gul spjöld:
Albano Aleksi ('29)
Abdurramani Fangaj ('41)
Fernando Medeiros ('45)
Kastriot Selmani ('45)
Léo Melo ('47)
Arbenit Xhemajli ('75)
Elion Sota ('92)

Rauð spjöld: